Landbúnaðarnefnd

43115. fundur 05. september 2006
Landbúnaðarnefnd Skagafjarðar
Fundur 43 (115) – 05.09.2006

 
 
            Ár 2006, þriðjudaginn 5. sept. kl. 10:00, kom landbúnaðarnefnd saman til fundar í Leiðbeiningarmiðstöðinni á Sauðárkróki.
            Mætt voru: Einar Einarsson, Ingibjörg Hafstað, Sigríður Björnsdóttir og Sigurður Haraldsson, starfsmaður.
Þá var mætt til fundar Ásdís Ármannsdóttir, lögfr. undir lið 2 í dagskrá.
 
Dagskrá
  1. Fundarsetning
  2. Málefni Hofsafréttar. Ásdís Ármannsdóttir kemur á fundinn.
  3. Upprekstrarmál á Eyvindarstaðaheiði og uppgjör fjallskiladeilda
  4. Afréttargirðing fyrir ofan Bræðraá
  5. Önnur mál
 
afgreiðslur
 
1.      Einar setti fund og kynnti dagskrá.
 
2.      Málefni Hofsafréttar.
Rætt um málefni Hofsafréttar. Samþ. var að reka málið áfram á grundvelli fjallskilareglugerða Skagafjarðarsýslu og annara laga, sem snúa að afréttarmálefnum.
Ásdísi Ármannsdóttur falið að vinna í málinu. - Ásdís vék nú af fundi.
 
3.      Rætt um uppgjörsmál fjallskiladeilda og innheimtu fjallskilagjalda. Samþ. að funda með stjórn Upprekstrarfél. Eyvindarstaðaheiðar og stjórn fjallskiladeildar Lýtingsstaðahrepps.
 
4.      Borist hefur erindi frá eigendum Bræðraár um að koma afréttargirðingu í lag ofan við Bræðraá. Haft hefur verið samband við fjallskilastjórn Hrolleifsdals um úrbætur og verður sett fjármagn í verkið á næstu fjárhagsáætlun, 2007.
 
5.      Önnur mál engin.
 
Fleira ekki gert, fundi slitið.
Sigurður Haraldsson, ritari.