Landbúnaðarnefnd

159. fundur 15. desember 2011 kl. 12:30 - 14:00 í Ráðhúsi, Skr.
Nefndarmenn
  • Einar Eðvald Einarsson formaður
  • Valdimar Óskar Sigmarsson varaform.
  • Haraldur Þór Jóhannsson ritari
  • Guðrún Helgadóttir áheyrnarftr.
  • Guðný Herdís Kjartansdóttir áheyrnarftr.
  • Jón Örn Berndsen sviðsstjóri umhverfis- og tæknisviðs
  • Sigurður Haraldsson starfsmaður landbúnaðarnefndar
Fundargerð ritaði: Jón Örn Berndsen sviðsstjóri umhverfis- og tæknisviðs
Dagskrá

1.Fjárhagsáætlun 2012 Landbúnaðarmál

1112222

Farið yfir fjárhagsáætlun vegna 2012. Samþykkt rekstrarniðurstaða kr. 10.790.000.-

2.Lífrænn úrgangur frá bændum og búfjáreigendum

1104027

Jón örn gerði grein fyrir árangri og kostnaði við söfnun dýrahræa úr dreifbýli. Ákveðið er að verkefnið haldi áfram í óbreyttu formi árið 2012. Allmennt sorpmagn úr dreifbýlinu er um 800 tonn á ári til urðunar. Nauðsynlegt er að finna leiðir til að minnka það magn.

3.Markaskrá 2012

1110074

Siguður fór yfir vinnu við gerð nýrrar markaskrár. Söfnun marka er í gangi og leitað hefur verið eftir tilboðum í prentun. Stefnt er að útgáfu í ágúst 2012.

4.Girðingarúttekt 2011

1112224

Farið yfir úttekt girðinga með þjóðvegum sem Sigurður framkvæmir ásamt fulltrúa Vegagerðarinnar. Alls fá 144 jarðir og jarðarpartar viðhaldsfé 2011 að upphæð samtals kr. 5.855.531.-

5.Viðhald skilarétta

1110073

Landbúnaðarnefnd áréttar að Sveitarfélagið hefur þá skyldu að viðhalda skilaréttum samkvæmt fjallskilareglugerð. Aðaláhersla viðhaldsframkvæmda næsta árs er á Mælifellsrétt.

6.Almennur félagsfundur 12. nóv 2011

1111037

Haraldur Þór fór yfir leigusamning vegna Miklavatns og Fljótaár sem samþykktur var á Almennum félagsfundi 12.nóv 2011. Samningurinn var lagður fram á aðalfundi félagsins en afgreiðslu var þá frestað.

7.Unadalsá (Hofsá)

1112267

Haraldur gerði grein fyrir starfsemi Veiðifélagsins sem gerðar hafa verið nýjar samþykktir fyrir. Haraldur Þór er formaður félagsins.

Fundi slitið - kl. 14:00.