Landbúnaðarnefnd

40112. fundur 22. júní 2006
Landbúnaðarnefnd Skagafjarðar
Fundur 40 (112)  – 22.06.2006

 
 
            Ár 2006, fimmtudaginn 22. júní kl. 12:30, kom nýkjörin landbúnaðarnefnd saman til fundar í Leiðbeiningarmiðstöðinni, Sauðárkróki.
            Mætt voru: Einar Einarsson, Ingibjörg Hafstað, Sigríður Björnsdóttir, Margeir Friðriksson starfandi sveitarstjóri og Sigurður Haraldsson, starfsmaður.
 
Dagskrá
  1. Fundarsetning
  2. Kosning formanns
  3. Kosning varaformanns
  4. Kosning ritara
  5. Kosning fjallskilanefnda og fjallskilastjóra í sveitarfélaginu
  6. Önnur mál
 
afgreiðslur
 
1.      Margeir setti fund og bauð fundarfólk velkomið til starfa og kynnti dagskrá.
 
2.      Kosningar.
Margeir gerði eftirfarandi tillögur:
Einar Einarsson formaður, Ingibjörg Hafstað varaformaður og Sigríður Björnsdóttur ritari.  Ekki komu fram athugasemdir við tillögur Margeirs og eru framantalin því réttkjörin.  Fram kom að Sigurður Haraldsson verður starfsmaður nefndarinnar og verður aðalritari hennar.
 
Margeir vék af fundi og Einar tók við fundarstjórn.
 
3.      Einar tók nú við fundarstjórn, bauð meðnefndarmenn sína velkomna til starfa.  Hann fór yfir þau helstu atriði sem heyra undir landbúnaðarnefnd.  Fyrsta verkefni nýrrar nefndar er að kjósa fjallskilanefndir í sveitarfélaginu.  Nokkrar mannabreytingar hafa orðið í fjallskilanefndum.  Borist hafa erindi frá eftirtöldum um óskir að taka ekki endurkjöri í fjallskilanefndir.  Eftirtaldir hafa sent erindi:
a.       Fjallskilastjórn Hóla- og Viðvíkurhrepps
b.      Kristján Eymundsson fjallskilastjóri Staðarhrepps
c.       Gunnar Steingrímsson fjallskilastjóri A-Fljóta
d.      Guðmundur Sveinsson fjallskilastjóri Sauðárkróks
e.       Valgerður Kjartansdóttir varafjallsk.stjóri Lýtingsstaðahrepps
 
Þessum aðilum eru þökkuð vel unnin störf á liðnum árum
 
4.      Kosning fjallskilanefnda og fjallskilastjóra í sveitarfélaginu frá júní 2006
 
Austur-Fljót
Jóhannes Ríkharðsson fjallskilastjóri
Jón Númason varafjallskilastjóri
Viðar Pétursson
 
Til vara: Þorsteinn Jónsson
 
Vestur-Fljót
Sigurður Steingrímsson fjallskilastjóri
Örn Þórarinsson varafjallskilastjóri
Þórarinn Guðvarðarson
 
Til vara: Sigurbjörn Þorleifsson og Símon Gestsson
 
Deildardalur
Kristján Jónsson fjallskilastjóri
Jón Kjartansson varafjallskilastjóri
Loftur Guðmundsson
 
Hofsós - Unadalur
Einar Einarsson fjallskilastjóri
Bjarni Þórisson varafjallskilastjóri
Birgir Freyr Þorleifsson
 
Hóla- og Viðvíkurhreppur
Halldór Steingrímsson fjallskilastjóri
Gunnar Guðmundsson varafjallskilastjóri
Atli Már Traustason
 
Til vara: Kjartan Birgisson og Einar Svavarsson
 
Hegranes - Rípurhreppur
Lilja Ólafsdóttir fjallskilastjóri
Jóhann Már Jóhannsson varafjallskilastjóri
Birgir Þórðarson
 
Til vara: Þórarinn Leifsson og Magnús Jónsson
 
Skefilsstaðahreppur
Bjarni Egilsson fjallskilastjóri
Guðmundur Vilhelmsson varafjallskilastjóri
Steinn Rögnvaldsson
 
Til vara: Jón Stefánsson og Halldóra Björnsdóttir
 
Skarðshreppur
Úlfar Sveinsson fjallskilastjóri
Andrés Helgason varafjallskilastjóri
Viðar Ágústsson
 
Til vara: Ásta Einarsdóttir og Halla Guðmundsdóttir
 
Sauðárkrókur
Ingimar Jóhannsson fjallskilastjóri
Guðmundur Sveinsson varafjallskilastjóri
Stefán Reynisson
 
Til vara: Stefán Skarphéðinsson og Þorbjörg Ágústsdóttir
 
Staðarhreppur
Jónína Stefánsdóttir fjallskilastjóri
Jón E. Jónsson varafjallskilastjóri
Þröstur Erlingsson
 
Til vara: Friðrik Stefánsson og Skapti Steinbjörnsson
 
Seyluhreppur - úthluti
Arnór Gunnarsson fjallskilastjóri
Ragnar Gunnlaugsson varafjallskilastjóri
Bjarni Bragason
 
Til vara: Elvar Einarsson og Gunnlaugur Tóbíasson
 
Framhluti Seyluhrepps og Lýtingsstaðahreppur
Björn Friðriksson fjallskilastjóri framhl. Seyluhrepps
Freysteinn Traustason fjallskilastjóri Lýtingsstaðahrepps
Björn Ófeigsson
 
Til vara: Björn Ófeigsson varafjallskilastjóri Lýtingsstaðahr. og Smári Borgarsson
 
Hofsafrétt
Gísli Jóhannsson fjallskilastjóri
Sigurberg Kristjánsson varafjallskilastjóri
Borgþór Borgarsson
 
Til vara: Arnþór Traustason og Berta Finnbogadóttir
 
Stjórn Staðarafréttar
Jónína Stefánsdóttir
Arnór Gunnarsson
Ingimar Jóhannsson
Úlfar Sveinsson
Lilja Ólafsdóttir
 
5.      Önnur mál.
Ýmis mál rædd m.a. um grenjavinnslu og þá sérstaklega í Staðarfjöllum.  Einari falið að vinna að því máli, ásamt Sigurði.  Með bréfi dagssettu 06.06. 2006 óskar fjallskilanefnd Hóla- og Viðvíkurhrepps eftir úttekt á ástandi eigna fjallskilasjóðs.  Landbúnaðarnefnd samþykkir að fela úttektarmönnum sveitarfélagsins að gera úttekt.  Sigurði falið að fara eftir fund og kanna lausagöngu búfjár á Deildardalsvegi.
 
Fleira ekki gert, fundi slitið.
 
Sigurður Haraldsson ritari.
                                               
 
 ../mf