Landbúnaðarnefnd

37. fundur 10. febrúar 2006
Landbúnaðarnefnd Skagafjarðar
Fundur 37 (109)  – 10.02.2006

 
 
            Ár 2006, föstudaginn 10. feb. kl. 08:15, kom Landbúnaðarnefnd saman til fundar að Borgarteigi 15, Sauðárkróki.
            Mættir voru: Árni Egilsson, Einar Einarsson og Úlfar Sveinsson.
 
Dagskrá
  1. Sumarbeit fyrir hross
  2. Bréf frá Æðarræktarfélagi Skagafjarðar
  3. Átaksverkefni í rannsókn og veiðum á mink
  4. Hraun í Unadal
  5. Önnur mál
 
Árni setti fund og bauð fundarmenn velkomna.
 
afgreiðslur
 
1)      Landbúnaðarnefnd samþykkir að leysa sumarbeit fyrir hross sem gengið hafa á Hofsafrétti.
Landbúnaðarnefnd felur Sigurði Haraldssyni að kanna hvaða úrbætur þarf að gera á girðingum í Borgarey til að koma þar fyrir fleiri hrossum í sumarbeit.
 
2)      Lagt fram bréf frá Æðarræktarfélagi Skagafjarðar, dags. 19. jan. 2006, þar sem er gerð grein fyrir fundi Æðarræktarfélags Íslands 12. nóv. 2005. Einnig kemur fram áskorun frá fundi Æðarræktarfélags Skagafjarðar 8. des. 2005 að Sveitarfélagið Skagafjörður verði eitt af þremur sveitarfélögum sem sækist eftir því að taka þátt í átaksverkefni um rannsóknir og veiðar á mink.
 
3)      Landbúnaðarnefnd samþykkir að óska eftir því við Umhverfisráðuneytið að Svf. Skagafjörður verði aðili að átaksverkefni í rannsóknum og veiðum á mink.
Landbúnaðarnefnd óskar einnig eftir því að Akrahreppur verði þátttakandi að verkefninu með Svf. Skagafirði.
 
4)      Lagt fram bréf, dags. 2. feb. 2006, frá Eignasjóði Skagafjarðar þar sem óskað er eftir afstöðu Landbúnaðarnefndar til sölu á jörðinni Hrauni í Unadal.
Landbúnaðarnefnd óskaði eftir umsögn fjallskilastjórnar Unadals. Í umsögn þeirra kemur fram að nefndarmenn eru einróma sammála um að Hraun í Unadal verði ekki seld, þar sem hún hefur verið nýtt sem afréttur í áratugi og sjáum við ekki að neinar breytingar verði þar á. Landbúnaðarnefnd leggst gegn sölu á jörðinni Hrauni í Unadal.
 
5)      Önnur mál. – Engin.
 
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 09:30.
 
Árni Egilsson, ritari