Landbúnaðarnefnd

163. fundur 19. febrúar 2013 kl. 10:00 - 12:00 í Ráðhúsi, Skr.
Nefndarmenn
  • Ingi Björn Árnason formaður
  • Valdimar Óskar Sigmarsson varaform.
  • Haraldur Þór Jóhannsson ritari
  • Guðný Herdís Kjartansdóttir áheyrnarftr.
  • Jón Örn Berndsen skipulags- og byggingarfulltrúi
  • Sigurður Haraldsson starfsmaður landbúnaðarnefndar
Fundargerð ritaði: Jón Örn Berndsen
Dagskrá

1.Landbúnaðarnefnd - trúnaðarmál 2013

1302098

Í trúnaðarbók Landbúnaðarnefndar voru færð þrjú mál sem fyrir voru tekin á fundinum.

2.Ágangur búfjár milli sveitarfélaga

1301221

Lagt fram bréf, dagsett 18 jánúar 2013, frá deildarstjóra tæknideildar Fjallabyggðar og varðar ágang búfjár milli sveitarfélaga. Landbúnaðarnefnd vísar erindinu til fjallskilanefndar Austur-Fljóta.

3.Beiðni um styrk vegna verkefnisins Bændur græða landið

1212037

Lagt fram bréf frá Landgræðslu ríkisins varðandi fjárstyrk við verkefnið "Bændur græða landið" á árinu 2013. Landbúnaðarnefnd sér sér ekki fært að verða við erindinu.

4.Umsagnar óskað um frumvarp til laga um búfjárhald

1302066

Lagt fram tölvubréf frá nefndarsviði Alþingis þar sem óskað er umsagnar um frumvarp til laga um búfjárhald. Erindið barst föstudaginn 8. febrúar og frestur til að skila umsögn var til 13. febrúar, framlengdur síðar til 17. febrúar. Landbúnaðarnefnd vill gera athugasemd við stuttan frest til umsagnar og hefur ekki haft tök á að taka efnislega afstöðu til málsins á svo stuttum tíma.

5.Umsagnar óskað um frumvarp til laga um velferð dýra

1302070

Lagt fram tölvubréf frá nefndarsviði Alþingis þar sem óskað er umsagnar um frumvarp til laga um velferð dýra. Erindið barst föstudaginn 8. febrúar og frestur til að skila umsögn var til 13. febrúar, framlengdur síðar til 17. febrúar. Landbúnaðarnefnd vill gera athugasemd við stuttan frest til umsagnar og hefur ekki haft tök á að taka efnislega afstöðu til málsins á svo stuttum tíma.

6.Umsagnar óskað um tillögu til þingsályktunar um breytta framtíðarskipan refaveiða

1302056

Lagt fram til umsagnar tillaga til þingsályktunar um breytta skipan refaveiða. Landbúnaðarnefnd fagnar framkominni tillögu og styður hana fyrir sitt leiti.

7.Bréf og eftirlitsskýrsla

1301164

8.Mál Gunnars Jóns Eysteinssonar

1301269

9.Krafa um úrbætur - JBF

1302055

Fundi slitið - kl. 12:00.