Landbúnaðarnefnd

32. fundur 06. júlí 2005

Landbúnaðarnefnd Skagafjarðar
Fundur 32  – 06.07.2005

 
 
 
            Ár 2005, miðvikudaginn 6. júlí kl. 15:00, komu eftirtaldir menn saman norðan Grundarstokksbrúar (gamla Héraðsvatnabrúin) að beiðni stjórnar Veiðifél. Húseyjarkvíslar. Eftirtaldir voru mættir:
 
Frá Veiðifél. Húseyjarkvíslar:
     Ragnar Gunnlaugsson, Gunnlaugur Tobíasson og Gísli Pétursson
Frá Landgræðslu ríkisins:  Bjarni Maronsson.
Frá Vegagerð ríkisins:  V. Rúnar Pétursson
Frá Landbúnaðarnefnd Skagafj.:
     Árni Egilsson, Úlfar Sveinsson og Sigurður Haraldsson, starfsmaður.
Frá landeigendum:
     Rúnar Kristjánsson, Völlum og Bjarni Jóhannesson, Sólvöllum.
 
Tilefni þess að stjórn Veiðifél. Húseyjarkvíslar boðaði ofangreinda var að skoða vatnsfarveg svokallaðs affalla, sem hefur rennsli úr Héraðsvötnum norðvestur í Húseyjarkvísl.
 
Vatnsrennsli um affallann hefur stóraukist undanfarin ár og er nú stöðugt, en á árum áður var þessi farvegur nánast þurr yfir sumartímann. Þetta aukna rennsli, sem er jökullitað, spillir mjög veiði í Húseyjarkvísl frá tengingu affallans neðan Geldingaholts og út að árósi kvíslarinnar í Héraðsvötn, neðan Stóru Grafar.
 
Tillaga um úrbætur var unnin af Vegagerð og Landgræðslu fyrir fáum árum en fékk ekki hljómgrunn hjá landeigendum.
 
Bjarni Maronsson var með glögga loftmynd af svæðinu, þar mátti sjá að Héraðsvötn renna upp í affallann í þremur álum, misdjúpum. Rætt var mjög að loka þeim vatnsmestu.
 
Landgræðslu og Vegagerð ríkisins falið að vinna tillögu um úrbætur í samráði við landeigendur og veiðifélagið.
 
Fleira ekki. 
Sigurður Haraldsson, ritari
Árni Egilsson
Úlfar Sveinsson