Landbúnaðarnefnd

28. fundur 17. desember 2004

Landbúnaðarnefnd Skagafjarðar
Fundur 28  – 17.12.2004

 
 
            Ár 2004, föstudaginn 17. desember kl. 1000, kom Landbúnaðarnefnd saman til fundar að Borgarteigi 15, (Áhaldahúsi), Sauðárkróki.
            Mættir voru: Árni Egilsson, Úlfar Sveinsson, Einar Einarsson og Sigurður Haraldsson, starfsmaður.
 
 
Dagskrá
 
1.      Fjárhagsáætlun 2005
2.      Réttarbygging í Deildardal 2005
3.      Bréf.
 
Árni setti fund og kynnti dagskrá.
 
afgreiðslur
 
1.      Fjárhagsáætlun 2005 rædd og samþykkt að vísa henni til byggðarráðs og seinni umræðu í sveitarstjórn.
Niðurstöðutölur v. landbúnaðarmála:
Gjöld
6.981.000
Tekjur
350.000
 
Kostnaður við refa- og minkaeyðingu 2005 er áætlaður kr. 4.850.000 netto.
 
2.      Réttarbygging í Deildardal.
Landbúnaðarnefnd samþykkir að byggð verði ný skilarétt í Deildardal á árinu 2005. Landbúnaðarnefnd óskar eftir framlagi frá sveitarsjóði allt að kr. 3,5 millj. á árinu 2005.
 
3.      Bréf:
a)      Lagt fram til kynningar bréf, dags. 30.11.04, frá Sigurði Sigurðarsyni,  efni er varðaði miltisbrand.
 
Fleira ekki gert, fundi slitið.
Árni Egilsson                                              Sigurður Haraldsson, ritari
Einar E. Einarsson
Úlfar Sveinsson