Landbúnaðarnefnd

157. fundur 17. maí 2011 kl. 12:00 á Hótel Varmahlíð
Nefndarmenn
  • Einar Eðvald Einarsson formaður
  • Valdimar Óskar Sigmarsson varaform.
  • Haraldur Þór Jóhannsson ritari
  • Sigurður Haraldsson starfsmaður landbúnaðarnefndar
Fundargerð ritaði: Sigurður Haraldsson starfsmaður landbúnaðarnefndar
Dagskrá
Til fundarins voru boðaðir veiðimenn,sem ráðnir eru af sveitarfélaginu til veiða á ref og mink.

Í upphafi var boðið upp á súpu, eftir að menn höfðu gert henni góð skil, setti Einar formaður fund, bauð fundarmenn velkomna og gat þess að þetta væri 5 skipti sem slíkur fundur væri haldinn með veiðimönnum frá því veiðikvóti var settur á.

1.Skil á skýrslu um refa- og minnkaveiðar

1108254

Veiði samkv. skýrslu til Umhverfisstofnunar 2010 var þannig:

Refir alls 348 dýr, samt. kr. 4.648.032,- meðaltal kr. 13.356 kr. pr dýr. Aðeins minni veiði en 2009, eða 12 dýr. Minkur: veidd 251 dýr, kostnaði kr. 1.413.262 eða kr. 5.631,- pr.dýr. Veiðin 74 dýrum færri en 2009. Vísast á meðfylgjandi töflu um veiðarnar frá 1998-2010. Með góðu eftirliti og aðhaldi tókst að halda kostnaði við veiðarnar innan fjárhagsáætlunar.

Þá ræddi Einar þá ákvörðun ríkisins að hætta að greiða verðlaun til refaveiða ár 2011. Sú greiðsla nam 750 þús. ár 2010. Þessi ákvörðuð ríkis verðu að mæta með niðurskurði á kvóta, um 4% á ári og verðskrá um 10%. Einar dreifði til veiðimanna áætlun um veiði og greiðslur fyrir árið 2011.

Áætlunin er þannig: Veiði 286 dýr, greiðslur kr. 3.850.000,- Verðskrá vetrarveiði kr. 8.000,- pr dýr. Létt svæði kr. 12.600,- þungt svæði kr. 17.100,- pr dýr. Aðrir en ráðnir veiðimenn kr. 2.200,-

Áætlun um minkaveiði samtals 301 dýr kr. 1.549.500,- Verðskrá öll svæði kr 6.000,- pr dýr hækkun um 7,7%. Aðrir veiðimenn kr. 1.500,-

Einar gat þess að haft hafi verið samband við Félag Sauðfjárbænda um að koma með einhverjum hætti með framlagi til veiðanna,t.d. með ákveðinni krónutölu á kind, þá hefði verið hægt að haga veiðunum með svipuðum hætti og á fyrra ári, eða án niðurskurðar. Enginn áhugi var á þessari hugmynd hjá Félagi Sauðfjárbænda. Einstaka deildir sýndu þó áhuga á þessari hugmynd.

Einar greindi frá veiðitilhögun í nágrannabyggðunum. (sjá minnisblað) Almenn umræða fór fram um veiðimálin og framtíðarhorfur. Mættir voru 10 veiðimenn.

Einar þakkaði mönnum fundarsetu og sleit síðan fundi.

Fundargerðin var skráð í tölvu af Helgu S Bergsdóttur, eftir fundargerðarbók landbúnaðarnefndar.

Fundi slitið.