Landbúnaðarnefnd

14. fundur 14. ágúst 2003

Landbúnaðarnefnd Skagafjarðar
Fundur 14  – 14.08.2003

 
 
            Ár 2003, fimmtudaginn 14. ágúst, kl. 1100, kom Landbúnaðarnefnd saman til fundar í kaffistofu Áhaldahússins á Sauðárkróki.
            Mættir voru: Árni Egilsson, Úlfar Sveinsson, Örn Þórarinsson og Sigurður Haraldsson, starfsmaður.
 
Dagskrá:
1.      Fundarsetning
2.      Bréf dags. 29.07.03
3.      Lausaganga búfjár
4.      Búfjárhald í Sveitarfél. Skagafjörður
5.      Önnur mál
 
 
AFGREIÐSLUR:
 
1.       Árni Egilsson setti fund og kynnti dagskrá.
 
2.       Lagt fram bréf, dags. 29.07.03, undirritað af Halldóri Björnssyni, Stóru-Seylu, þar sem óskað er eftir að Stóra-Seyla verði leyst frá óðalsákvæðum.
Landbúnaðarnefnd samþykkir að mæla með að jörðin Stóra-Seyla verði leyst frá óðalsákvæðum.
 
3.       Rætt var um vandamál varðandi lausagöngu búfjár í sveitarfélaginu Skagafirði. Samþ. var að óska eftir fundi með fulltrúum Vegagerðarinnar um málið.
 
4.      Búfjárhald í Sveitarfél. Skagafjörður.
Rætt var um samþ. um búfjárhald í sveitarfélaginu.
Landbúnaðarnefnd samþ. að kanna hvort ástæða sé til að setja sérstakar reglur um búfjárhald.
 
5.       Rædd ýmis mál.
 
 
Fleira ekki gert, fundi slitið.
 
                                                    Sigurður Haraldsson