Landbúnaðarnefnd

1. fundur 25. júní 2002

Landbúnaðarnefnd Skagafjarðar
Fundur 1 – 25.06.2002

Ár 2002, þriðjudaginn 25. júní kl. 13,00 kom nýkjörin landbúnaðarnefnd saman til fundar í Ráðhúsinu á Sauðárkróki. Í nefndinni eru eftirtaldir: Bjarni Egilsson, Úlfar Sveinsson og Einar E. Einarsson. Á fundinn var og mættur nýkjörinn sveitarstjóri Sveitarfélagsins Skagafjörður: Ársæll Guðmundsson; einnig var mættur Sigurður Haraldsson, sem verið hefur starfsmaður landbúnaðarnefndar. 
Ársæll Guðmundsson, sveitarstjóri, setti fund og bauð velkomna til starfa landbúnaðarnefndarmenn og vænti  þess að eiga við þá gott samstarf. Ársæll vitnaði í sveitarstjórnarlög varðandi  það ákvæði að sveitarstjóri boði til fyrstu funda í nefndum og lagði fram eftirfarandi dagskrá: 
Dagskrá:
                        1.      Kosning formanns
  
                     2.      Kosning varaformanns
  
                     3.      Kosning ritara. 
AFGREIÐSLUR: 
Ársæll gerði eftirfarandi tillögur um verkaskiptingu:
  
             Bjarni Egilsson, formaður
  
             Úlfar Sveinsson, varaformaður
  
             Einar E. Einarsson, ritari.
Ekki komu fram athugasemdir um tillögurnar. Fram kom að Sigurður Haraldsson verður aðalritari nefndarinnar.
Er hér var komið afhenti Ársæll Bjarna fundarstjórnina. 
Bjarni tók nú við fundarstjórn og bauð meðnefndarmenn sína velkomna til starfa, hann gat  þess að ekki yrði lögð fram formleg dagskrá á þessum fundi. Hann gat þess að landbúnaðarnefnd hefur haft til umræðu ýmis mál símleiðis, - m.a. salmonellu­sjúkdóm í sauðfé í Hegranesi og ferilinn varðandi aðgerðir; afréttar- og gróðurmál. 
Ársæll vék nú af fundi. 
Landbúnaðarnefnd ræddi fjölmörg mál, er  heyra undir nefndina, m.a. fjallskilanefndir og upprekstrarmál. Á næsta fundi landbúnaðarnefndar verður gengið frá kosningu í fjallskilanefndir. 
Þá var rætt um lausagöngu búfjár með vegum og hvað væri vænlegast til úrbóta. Samþykkt var að senda í Sjónhorn áminningu til landeigenda og búfjáreigenda og minna þá á þá ábyrgð, sem þeir bera gagnvart lausagöngu. 
Bjarni upplýsti nefndarmenn um það, sem gerst hefur varðandi breytingar á Blöndusamningi. 
Fleira ekki gert. Fundargerð upplesin og samþykkt. 
                            Sigurður Haraldsson, ritari