Landbúnaðarnefnd

69. fundur 19. desember 2001

Landbúnaðarnefnd Skagafjarðar
Fundur 69 – 19.12.2001

Ár 2001, miðvikudaginn 19. des. kl. 13,00 kom landbúnaðarnefnd saman til fundar í fundarsal sveitarfélagsins að Faxatorgi 1, Sauðárkróki. Mættir voru Þórarinn Leifsson, Smári Borgarsson, Örn Þórarinsson, Símon Traustason, og Sigurður Haraldsson, starfsmaður. Bjarni Egilsson hafði boðað varamann en hann boðaði forföll.
Dagskrá:
                1.      Fundarsetning
                2.      Reglur um vetrarveiði á ref
                3.      Drög að útrýmingu fjárkláða
                4.      Bréf:  Elsa Jónsdóttir, skrifstofustjóri
                5.      Fundargerðir Skarðsárnefndar 20.02-17.10´01
                6.      Samningur um leiguland á Skarðsá
                7.      Aðalskipulag Skagafjarðar
                8.      Önnur mál

AFGREIÐSLUR:
1.      Þórarinn setti fund og kynnti dagskrá.
2.      Lagðar fram reglur um vetrarveiði á ref. Nokkrar umræður urðu um reglurnar, sem formaður lagði fram, þær síðan samþykktar, vísast til þeirra. Starfsmanni nefndarinnar falið að koma reglunum á framfæri við veiðimenn, sem óska eftir að stunda vetrarveiði.
3.      Lögð fram drög að reglugerð um útrýmingu fjárkláða í Vestur- og Austur-Húnavatnssýslu og Skagafjarðarsýslu, undirrituð af Halldóri yfirdýralækni. Þá voru einnig lögð fram drög að dreifibréfi, sem senda á fjáreigendum á svæðinu, samið af yfirdýralækni, gerðar nokkrar athugasemdir.
4.      Bréf:  Lagt fram bréf, dags. 12. des. #EFK01, undirritað af Elsu Jónsdóttur, skrifstofustjóra sveitarfélagsins, þar er þess óskað að landbúnaðarnefnd fjalli um ósk Ágústu Samúelsdóttur og barna hennar, um að fá að kaupa jörðina Stóru-Reyki í Fljótum. Landbúnaðarnefnd gerir ekki athugasemdir um að Ágústa Samúelsdóttir, ásamt börnum sínum, fái að kaupa jörðina Stóru-Reyki  í Fljótum.
5.      Kynntar fundargerðir Skarðsárnefndar frá 20.02.-17.10.#EFK01.
6.      Lagður fram leigusamningur um leigu á 7,9 ha úr landi Skarðsár, þar sem Jón Baldvinsson í Dæli er leigutaki, sveitarfélagið leigusali. Landbúnaðarnefnd gerir ekki ath.semd við samninginn.
7.      Lögð fram til umræðu 1. till. um Aðalskipulag Skagafjarðar 2001-2012. Allnokkrar athugasemdir gerðar sem komið verður á framfæri við byggingafulltrúa sveitarfélagsins.
8.      Önnur mál:  Lagt fram erindi frá Jóhanni Má í Keflavík, þar sem hann óskar leyfis landbúnaðarnefndar um að fá að halda fé í fjárhúsum á Hellulandi. Landbúnaðarnefnd heimilar notkun húsanna fyrir sitt leyti.
Fleira ekki gert, fundi slitið kl. 16,30.
                        Sigurður Haraldsson ritar fundargerð.