Landbúnaðarnefnd

63. fundur 09. mars 2001

Landbúnaðarnefnd Skagafjarðar
Fundur 63 – 09.03.2001

Ár 2001, föstudaginn 9. mars kl. 13,00 kom landbúnaðarnefnd saman til fundar í fundarsal sveitarfélagsins að Faxatorgi 1.
Mættir voru: Bjarni Egilsson, Smári Borgarsson, Örn Þórarinsson, Símon Traustason, Þórarinn Leifsson og Sigurður Haraldsson, starfsmaður.
Dagskrá:
            1.      Fundarsetning
            2.      Erindi frá landb.nefnd Alþingis
            3.      Bréf
            4.      Forðagæsla og búfjáreftirlit í Skagafirði ár 2000
            5.      Fjallskilamál. Eyvindarst.heiði - heimalönd í Lýtingsst.hreppi
                  - framhl. Seyluhrepps.
            6.      Önnur mál

AFGREIÐSLUR:
1.      Bjarni setti fund og kynnti dagskrá.
2.      Lagt fram til skoðunar erindi frá landbúnaðarnefnd Alþingis um frumvarp til laga um breytingar á lögum um lax- og silungsveiði nr. 76/1970 með síðari breytingum.
Landbúnaðarnefnd gerir ekki athugasemdir við erindið.
3.      Lagt fram bréf, dags. 5. febr. ´01, undirritað af Hauki Ástvaldssyni, Deplum, þar sem hann óskar eftir að gerður verði leigusamningur um land undir Stíflurétt í Fljótum, úr land jarðarinnar Lunds í Fljótum. Landbúnaðarnefnd samþ. að ganga til samninga við Hauk og felur þeim Erni og Sigurði að ganga frá samningnum.
4.      Forðagæsla og búfjáreftirlit í Skagafirði ár 2000.
Mættur var til fundar Bjarni Maronsson, búfjáreftirlitsmaður. Formanni hafði borist greinargerð um þessi mál með bréfi dags. 25.01.01. Þar kemur m.a. fram að á haustnóttum 1999 var mikil fóðurvöntun á starfssvæðinu í heild en misjafnt milli manna. Allnokkur vinna fór í eftirlit og aðstoð við útvegun fóðurs, sem leystist úr. Við ásetningsskoðun á sl. hausti kom í ljós mikill heyforði í Skagafirði og ástand yfirleitt gott.
Fram kom í greinargerðinni að allnokkrar ábendingar höfðu borist búfjáreftirlitsmanni um að fénaður heimtist seint og illa úr Staðarafrétt og landbúnaðarnefnd beðin að kanna það mál ef ástæða þykir.
Allmikil umræða fór fram um búfjárhald svo og afréttarmál, tilhögun gangna á Staðarafrétti, þá ræddi Bjarni Maronsson m.a. um gæðavottun á svæðinu. Þá ræddu menn mjög eftirleit með flugi yfir svæðið.
5.      Fjallskilamál. Eyvindarstaðaheiði og heimal. í Lýtingsstaðahreppi, framhl. Seyluhrepps. Mættir voru nú til fundar Sigfús Pétursson, fjallsk.stjóri, Indriði Stefánsson, fjallsk.stj.
Hófst nú umræða um málefni Eyvindarstaðaheiðar og rætt var m.a. um eftirfarandi:  Reglur um gæðastýringu, sem eru í mótun - Hrossaupprekstur á heiðinni, rekin hafa verið 165 hross úr Seylu- og Lýtingsstaðahreppum, leiðir til að finna land fyrir þau niður í sveit, ef upprekstur þeirra verður takmarkaður eða bannaður með till. til uppgræðslu. Fram kom að náttúrulegur gróður á heiðinni er í sókn, að sögn Bjarna.
Bjarni Maronsson vék nú af fundi.
Tekið var nú til umræðu og afgreiðslu bréf Sigtryggs Gíslasonar, dags. 5/11 ´99, sem ósvarað er en oft rætt í landbúnaðarnefnd, þar sem óskað er niðurfellingar fjallskilagjalda er Uppr.fél. Lýtingsstaðahrepps hefur lagt á kindur hans.
Landbúnaðarnefnd samþ. að fella niður fjallskilagjöld sem lögð hafa verið á kindur Sigtryggs, þar sem hann greiðir full fjallskil til Hofsafréttar.
Landverð greiði hann eins og verið hefur til Uppr.fél. Lýtingsstaðahrepps.

Á dagskrá var tekið bréf Moniku Axelsdóttur og Hafsteins Kristinssonar, dags. 17/9 ´99. Bréfið var tekið fyrir á fundi landbúnaðarnefndar 5/10´99.
Bréfið var í 2 liðum. Fyrri lið bréfsins, er varðaði niðurfellingu á fjallskilagjöldum, var vísað til fjallskilanefndar framhl. Seyluhr. og Lýtingsst.hr. með bréfi frá landbúnaðarnefnd dags. 17/10´99.
Í svari fjallskilanefndar dags. 14/11´99 telja þeir ekki fært að verða við þessari beiðni, en benda á að leita þurfi lausnar málsins, þar sem þetta snerti fleiri bændur á svæðinu.

Rætt var mjög um breytingu á fyrirkomulagi um gjaldtöku fyrir smölun á Eyvindarstaðaheiði og heimalöndum í Lýtingsstaðahreppi.
Fjallskilastjórum ásamt Bjarna og Sigurði falið að móta tillögur sem hægt verði að leggja fyrir bændur á svæðinu.

Varðandi lið 2 í bréfi Miðdalshjóna, er varðar girðingamál, þá eru þau í ítarlegri skoðun.
6.      Önnur mál. Bjarni gerði grein fyrir gangi mála í samningum um Blöndumál.
Fleira ekki gert, fundi slitið kl. 17,30
                                                            Sigurður Haraldsson, ritari