Landbúnaðarnefnd

58. fundur 03. nóvember 2000

Landbúnaðarnefnd Skagafjarðar

Fundur 58 – 03.11.2000

 
            Ár 2000, föstudaginn 3. nóv. kl. 1000, kom landbúnaðarnefnd saman til fundar í Hótel Varmahlíð.
            Mættir voru: Bjarni Egilsson, Þórarinn Leifsson, Smári Borgarsson, Símon Traustason, Örn Þórarinsson, Sigurður Haraldsson, starfsmaður.
 
Á síðasta fundi nefndarinnar, þ. 20. okt., var samþ. að boða til fundar með dýralæknum og stjórn sauðfjárbænda. Á fundinn voru því mætt eftirtalin: Sigurður Sigurðarson, dýralæknir á Keldum, Ólafur Valsson, héraðsdýralæknir.
Frá stjórn sauðfjárbænda Monika Axelsdóttir, fleiri voru væntanlegir á fundinn frá sauðfjárbændum. Geta skal þess að Smári Borgarsson er varamaður í stjórn sauðfjárbændafélagsins.
 
Dagskrá:
1.      Fundarsetning.
2.      Sauðfjárveikivarnir, flutningur á sauðfé milli bæja.
3.      Útrýming fjárkláða á N.v.landi í V-Hún. - Skagafj.
4.      Garnaveikibólusetning og hundahreinsun 2000.
5.      Refa- og minkaeyðing.
6.      Skarðsárnefnd.
7.      Jarðeignir í eigu sveitarfélagsins.
 
Afgreiðslur:
 
1.      Bjarni setti fund og kynnti dagskrárliði þá er á að ræða með þeim, sem boðaðir voru til fundarins með landb.nefnd, þ.e.a.s. liði 2-4 í dagskrá.
 
2.      Á síðasta fundi landbúnaðarnefndar þ. 20. okt. s.l. voru tekin á dagskrá 4 bréf er vörðuðu m.a. flutning á fé milli bæja.
Hófst nú umræða um þessi mál og efni bréfanna, fjörugar umræður fóru fram um búfjárflutninga milli bæja og svæða og þá hættu, sem því er samfara varðandi smit­sjúkdóma.
Nú mætti til fundar form. sauðfj.bænda, Jóhann Már Jóhannsson.
Rætt var mjög um hvernig ferillinn ætti að vera ef umsókn berst um flutning á fé. Ákvörðun um slíkt verður ávallt tekin hjá sauðfjárveikivörnum, yfirdýralækni og dýralæknum. Rétt þykir að fá umsögn heimaaðila um hvert tiltekið mál áður en leyfi er veitt eða synjað, landbúnaðarnefnd nefnd í  því sambandi.
Menn lögðu ríka áherslu á að bændur sæktu um leyfi til flutninga á sauðfé milli bæja, en hart tekið á þeim tilfellum sem upp koma þar sem flutningur á sér stað án leyfis
Upplýst var að yfirdýralæknir hefur veitt leyfi til flutnings á fé milli bæja í Hegranesi.
Varðandi flutning þann, sem átti sér stað frá Stokkhólma á sl. hausti, er Sigurður dýralæknir að vinna að lausn þeirra mála.
Skýrt kom fram á fundinum að allir flutningar á fé milli bæja og svæða eru óheimilir án leyfis.
Samþ. var að birta reglur, sem í gildi eru um flutning á sauðfé milli svæða, í fréttabréfi sauðfjárbænda.
 
3.      Útrýming fjárkláða á Nl.vestra.
Umræða fór fram um nauðsyn þess að vinna að útrýmingu kláða á svæðinu. Rætt var mjög um kostnað við þá framkvæmd og talið eðlilegt að ríkið tæki þátt í kostnaði móti bændum. Vinna þarf að því að ná samstöðu um aðgerðir á svæðinu.
 
4.      Garnaveikibólusetning og hundahreinsun.
Bjarni skýrði frá því að landbúnaðarnefnd hefði samið við dýralækna á svæðinu um framkvæmd þeirra aðgerða á svæði sveitarfélagsins, með sömu kjörum og sl. ár.
Viku þeir nú af fundi Sigurður Sigurðarson og Ólafur Valsson.
 
5.      Refa- og minkaeyðing.
Rætt var um þann aukna kostnað, sem hefur orðið á þessu ári við eyðingu refa í sveitarfélaginu og þá aukningu, sem virðist vera í stofninum. Geta ber þess að aukning hefur orðið í veiði um 50 dýr.
Samþ. var að fela Sigurði að kanna í nágrannasveitarfélögum hvernig staðið er að veiðum, en grunur er á að ekki sé nógu vel að  þeim staðið á sumum svæðum.
Kostnaður við veiðar 1. sept. #EFK99 - 31. ág. 2000:
Refavinnsla       kr. 4.704.192,-,    307 dýr
Minkavinnsla    kr. 1.083.130,-,    238 dýr
 
6.      Skarðsárnefnd.
Samþykkt var að kjósa í nefndina eftirtalda:
Sigurð Sigfússon, Vík, formann nefndar
Skapta Steinbjörnsson, Hafsteinsstöðum,
Jón Eyjólf Jónsson, Bessastöðum.
Til vara: Jón Baldvinsson, Dæli.
 
7.      Jarðeignir í eigu sveitarfélagsins.
Samþ. var að fela Sigurði að afla gagna um jarðeignir í eigu sveitarfélagsins og notagildi þeirra í þágu sveitarfélagsins.
 
Fleira ekki gert, fundi slitið kl. 14,15
 
Örn Þórarinsson                                                Sigurður Haraldsson
Símon E. Traustason
Þórarinn Leifsson
Smári Borgarsson
Bjarni Egilsson
 
../ems