Landbúnaðarnefnd

54. fundur 11. ágúst 2000

Landbúnaðarnefnd Skagafjarðar

Fundur 54 – 11.08.2000

 
            Ár 2000, föstudaginn 11. ágúst kl. 2030 kom landbúnaðarnefnd saman til fundar í Hótel Varmahlíð.
            Mættir voru: Bjarni Egilsson, Örn Þórarinsson, Símon Traustason, Smári Borgarsson, Jón Arnljótsson, varamaður Þórarins Leifssonar og Sigurður Haraldsson starfsmaður.
 
DAGSKRÁ:
Samningur um Aldamótaskóg, þar sem Sveitarfélagið Skagafjörður sem landeigandi gerir samning við Skógræktar­félag Skagafjarðar, sem í samningi nefnist umsjónaraðili.
 
AFGREIÐSLUR:
 
Byggðarráð hafði á fundi sínum þ. 09.08.2000 vísað samningnum til umsagnar land­búnaðarnefndar.
Landbúnaðarnefnd ákvað að fara nú þegar í vettvangsskoðun að Steinsstöðum og kynna sér aðstæður. Við þá skoðun kom eftirfarandi í ljós:
 
Búið er að setja upp rafgirðingu um hið fyrirhugaða leiguland á 3 vegu, þ.e.a.s. austan, að hluta sunnan og vestan meðfram vegi. Í ljós kom að búið er að færa girðingarstæði meðfram vegi að vestan inn á tún, sem er í leigu. Hluti þessara túna losna ekki  úr leigu fyrr en ár 2004, þar sem samningi var ekki sagt upp 1999. Önnur túnsvæði uppsegjanleg með ársfyrirvara og gætu verið  laus ár 2001.
Girðing að sunnan er ekki girt á landamerkjum Stapa og Steinsstaða, tekin er ca 10 m breið spilda úr Steinsstaðalandi til norðurs og girðing sett upp þar.
Í suðvesturhorni tekur spilda þessi sneið af túni sem er í leigu.
 
Eftir að hafa kynnt sér svæðið og girðingarframkvæmdir var haldið að Varmahlíð og fundi fram haldið.
Nefndinni þykir miður hvað málið barst seint til hennar og lítill tími gefinn til umfjöllunar, þar sem óskað hefur verið eftir afgreiðslu eigi síðar en 14. ág. n.k.
Ljóst er að miklar girðingarframkvæmdir hafa átt sér stað á Steinsstöðum, en óljóst virðist hvaða heimildir hafa legið fyrir um þær og staðsetningu.
Eftir allnokkrar umræður var ákveðið að fresta afgreiðslu á umsögn landbúnaðar­nefndar til mánud. 14. ág. n.k. og fundur ákveðinn í nefndinni þann dag kl. 10:30.
 
Bjarna og Sigurði var falið að semja viðauka við 13. gr. samningsins í framhaldi af umræðu, sem fram fór á fundinum.
 
Fleira ekki gert, fundi slitið laust fyrir miðnætti.
 
Bjarni Egilsson                                              Sigurður Haraldsson
Smári Borgarsson
Jón Arnljótsson
Örn Þórarinsson
Símon E. Traustason