Landbúnaðarnefnd

48. fundur 15. desember 1999
Landbúnaðarnefnd Skagafjarðar
Fundur 48 – 15.12.1999

    Ár 1999, miðvikudaginn 15. desember kl. 1000 kom landbúnaðarnefnd saman til fundar í fundarsal Stjórnsýsluhússins á Sauðárkróki.
    Mættir voru: Bjarni Egilsson, Smári Borgarsson, Örn Þórarinsson, Símon Traustason, Þórarinn Leifsson og Sigurður Haraldsson starfsmaður.
DAGSKRÁ:
  1. Fundarsetning.
  2. Skarðsármál.
  3. Svarbréf til Haraldar í Enni varðandi bréf hans frá 23.07.1999.
  4. Önnur mál.
AFGREIÐSLUR:
 1. Bjarni setti fund og kynnti dagskrá.
 2. Bjarni sagði frá samkomulagi um viðaukasamning varðandi landleigusamning Jóns Baldvinssonar við Skarðsárnefnd.
 3. Svarbréf til Haraldar í Enni. Bjarni kynnti hugmyndir að svarbréfi og sagði frá ýmsum upplýsingum varðandi málið. Miklar umræður fóru fram um rétt eyðijarða til upprekstrar og upprekstrarmálin í heild. Bjarna falið að ganga frá svarbréfi.
 4. Önnur mál: Bjarni sagði frá fundi í Tjarnarbæ, sem haldinn var þann 10. des. 1999, þar sem fram fór kynning á skipulagsskrá um Hestamiðstöð Íslands. Landbúnaðarnefnd fagnar þeim áfanga sem náðst hefur með stofnun og staðsetningu Hestamiðstöðvar Íslands, og færir sveitarstjórn þakkir fyrir hennar framgang í málinu svo og öðrum þeim sem að málinu hafa unnið.
Fleira ekki gert, fundi slitið kl. 1230.
Bjarni Egilsson 
Smári Borgarsson
Símon E. Traustason
Örn Þórarinsson
Þórarinn Leifsson
                             Sigurður Haraldsson
../kb