Fræðslunefnd

55. fundur 03. febrúar 2010 kl. 16:00 - 16:20 í Ráðhúsi, Skr.
Nefndarmenn
  • Sigurður Árnason formaður
  • Helgi Þór Thorarensen varaform.
  • Sigríður Svavarsdóttir aðalm.
  • Sigríður Garðarsdóttir aðalm. f. Akrahrepp
  • Úlfar Sveinsson áheyrnarftr. VG
  • Herdís Á Sæmundardóttir fræðslustjóri
  • Helena Magnúsdóttir áheyrnarftr. foreldra leiksk.barna
Fundargerð ritaði: Herdís Á Sæmundardóttir fræðslustjóri
Dagskrá

1.Opnun nýs leikskóla

1001184

Fræðslustjóri greindi frá því að núverandi leikskólastjórar á Furukoti og Glaðheimum sækist ekki eftir því að veita sameinuðum leikskóla forstöðu. Í samræmi við samþykkt fræðslunefndar og sveitarstjórnar um sameiningu leikskólanna á Sauðárkróki samþykkir fræðslunefnd að fela fræðslustjóra að auglýsa starf leikskólastjóra í sameinuðum leikskóla á Sauðárkróki laust til umsóknar.

Fundi slitið - kl. 16:20.