Fræðslunefnd

47. fundur 24. febrúar 2009 kl. 16:15 - 17:00 í Ráðhúsi, Skr.
Nefndarmenn
  • Sigurður Árnason formaður
  • Helgi Þór Thorarensen varaform.
  • Sigríður Svavarsdóttir aðalm.
  • Sigríður Garðarsdóttir aðalm. f. Akrahrepp
  • Úlfar Sveinsson áheyrnarftr. VG
  • Herdís Á Sæmundardóttir fræðslustjóri
  • Kristrún Ragnarsdóttir varam. áheyrnarftr.
  • Steinunn Ragnh Arnljótsdóttir
  • Aðalbjörg Þorgrímsdóttir leikskólastjóri
Fundargerð ritaði: Herdís Á Sæmundardóttir fræðslustjóri
Dagskrá

1.Sumarlokanir leikskóla 2009

0902072

Samþykkt að leikskólarnir í Skagafirði verði lokaðir sem hér segir á sumri komanda: Birkilundur 6. júlí - 10. ágúst Furukot 13. júlí - 10. ágúst Glaðheimar 13. júlí - 10 ágúst Tröllaborg 29. júní - 10. ágúst.

2.Innritunarreglur í leikskóla

0901054

Farið yfir tillögur að breytingum á innritunarreglum í leikskólum. Breytingarnar fela aðallega í sér orðalagsbreytingar og aðlögun að breyttum tímum.

3.Biðlistar á leikskólum

0809033

Leikskólastjórar Furukots og Glaðheima fóru yfir tillögur að lausn á biðlistum við leikskólana á Sauðárkróki. Samkvæmt þeim er gert ráð fyrir að börnum verði fjölgað á þessum leikskólum um sem nemur einni deild. Til þess að svo megi verða þarf að ráðast í ýmsar breytingar og fjárfestingar. Gert var ráð fyrir þessu á fjárhagsáætlun ársins 2009.

Fundi slitið - kl. 17:00.