Fræðslunefnd

38. fundur 19. maí 2008 kl. 16:00 - 17:30 í Ráðhúsinu
Nefndarmenn
  • Sigurður Árnason formaður
  • Helgi Þór Thorarensen varaformaður
  • Sigríður Svavarsdóttir aðalmaður
  • Rúnar Vífilsson fræðslustjóri
  • Úlfar Sveinsson áheyrnarfulltrúi
  • Kristrún Ragnarsdóttir skólastjóri
  • Dagbjört Rós Hermundsdóttir áheyrnarftr. leikskóla
  • Kolbrún María Sæmundsdóttir áheyrnarftr. foreldra
  • Gunnar Jóhannesson
Fundargerð ritaði: Rúnar Vífilsson fræðslustjóri
Dagskrá

1.Merki Grunnskólans austan Vatna

0805064

Merki Grunnskólans austan Vatna. Lagðar fram tvær tillögur A og B. Tillaga A hefur Þórðarhöfðann sem meginstef og þrjá stuðla sem vísa til skólanna. Tillaga B er með þrjár öldur sem merkja skólana og ör sem vísar til norðurs og afmarkar öldurnar austan megin til að staðsetja skólann austan Vatna. Í kosningu meðal nemenda hlaut tillaga A 2/3 atkvæða, meðal starfsmanna hlaut tillaga B 12 atkvæði en tillaga A 11 atkvæði. Í valnefnd um merki skólans hlaut tillaga B 5 atkvæði en tillaga A 4 atkvæði. Fræðslunefnd samþykkir tillögu valnefndar.

2.Fyrirspurn, skólaganga, fósturbörn

0801059

Lögð fram til kynningar skýrsla frá Umboðsmanni barna um skólagöngu fósturbarna dagsett í apríl 2008.

3.Skóladagatöl leikskólanna 2008 - 2009

0805065

Lögð fram skóladagatöl leikskólanna. Fræðslunefnd samþykkir dagatölin eins og þau eru lögð fyrir.

4.Sameining leikskólanna á Sauðárkróki

0805066

Sameining leikskólanna á Sauðárkróki. Á fundi Fræðslunefndar þann 29. október 2007 voru lagðar fyrir tillögur starfshóps um skipulag Leikskólamála á Sauðárkróki. Á fundinum var samþykkt að sameina leikskólana á Sauðárkróki undir eina stjórn og að leikskólarnir yrðu aldursskiptir. Sú ákvörðun var staðfest í sveitarstjórn 13. nóvember 2007. Rætt um undirbúning verkefnisins og samþykkt að skipa starfshóp í haust til að undirbúa áður samþykktar breytingar.

5.Gjaldskrá Tónlistarskóla

0805067

Gjaldskrá Tónlistarskóla Skagafjarðar. Frestað til næsta fundar.

6.Ungt fólk 2007 Framhaldsskólanemar, rannsókn

0805011

Erindi frá menntamálaráðuneytinu. Rannsóknin ? Ungt fólk 2007, framhaldsskólanemar ? lagt fram til kynningar. Skýrsluna má finna á vef menntamálaráðuneytisins http://www.menntamalaraduneyti.is/nyrit/nr/4535 .

7.Heilsustefna Íslendinga

0805035

Erindi frá heilbrigðisráðineytinu, Drög að heilsustefnu, dagsett 7. maí 2008. Vísað til Fræðslunefndar frá Byggðarráði 15. maí sl. Fræðslunefnd ályktar eftirfarandi: Drög að heilsustefnu heilbrigðisráðuneytisins er jákvætt skref í fyrirbyggjandi aðgerðum og forvörnum. Þau atriði sem snúa að sveitafélögunum og skólunum eru í samræmi við það sem þegar er í gangi í sveitarfélaginu og því sem stefnt er að í drögum að skólastefnu sveitarfélagins og tekur nefndin því undir þær áherslur.

Fundi slitið - kl. 17:30.