Fræðslunefnd

41. fundur 25. júní 2008 kl. 17:00 - 17:15 sem símafundur
Nefndarmenn
  • Sigurður Árnason formaður
  • Helgi Þór Thorarensen varaformaður
  • Sigríður Svavarsdóttir aðalmaður
  • Úlfar Sveinsson áheyrnarfulltrúi
Fundargerð ritaði: Sigurður Árnason
Dagskrá

1.Ráðning fræðslustjóra til eins árs

0806077

Teknar fyrir umsóknir um starf fræðslustjóra til árs sem kynntar voru á fundi nefndarinnar þann 20. júní sl. Að teknu tilliti til menntunar-, stjórnunar- og starfsreynslu gerir fræðslunefnd tillögu til Byggðarráðs, í sumarleyfi sveitarstjórnar, um að Herdís Á. Sæmundardóttir verði ráðin í starfið.

Fundi slitið - kl. 17:15.