Fræðslunefnd

42. fundur 15. september 2008 kl. 16:15 - 17:55 í Ráðhúsi, Skagfirðingabraut 17-21,
Nefndarmenn
 • Sigurður Árnason formaður
 • Helgi Þór Thorarensen varaform.
 • Sigríður Svavarsdóttir aðalm.
 • Sigríður Garðarsdóttir aðalm. f. Akrahrepp
 • Úlfar Sveinsson áheyrnarftr. VG
 • Herdís Á Sæmundardóttir fræðslustjóri
 • Steinunn Ragnh Arnljótsdóttir leikskólastjóri
 • Eyrún Berta Guðmundsdóttir áheyrnarftr. leikskóla
 • Sigrún Benediktsdóttir áheyrnarftr. grunnskóla
 • Alda Snæbjört Kristinsdóttir áheyrnarftr. foreldra
 • Kolbrún María Sæmundsdóttir áheyrnarftr. foreldra
Fundargerð ritaði: Herdís Á. Sæmundardóttir Fræðslustjóri
Dagskrá

1.Samningar við skólabílstjóra

0807033

Fræðslustjóri greindi frá samningaviðræðum sem standa yfir við skólabílstjóra.

2.Umsókn um skólaakstur

0809031

Fræðslustjóri greindi frá ósk um skólaakstur fyrir barn í Árskóla sem býr aðra hverja viku hjá föður og aðra hverja viku hjá móður. Barnið er með lögheimili hjá móður sem býr á Sauðárkróki en faðirinn býr í dreifbýli. Um er að ræða 2-3 km aukaakstur daglega aðra hverja viku. Samþykkt samhljóða.

3.Endurnýjun samnings um kaup á hádegismat fyrir Árskóla

0809032

Fræðslustjóri greindi frá samningaviðræðum við JASK ehf.um endurskoðun samnings um skólamáltíðir í Árskóla

4.Fjöldi grunnskólanema haustið 2008

0809034

Fræðslustjóri lagði fram til kynningar upplýsingar um fjölda grunnskólanemenda í upphafi skólaárs. Lítilsháttar fækkun er á fjölda nemenda, um 3 í Varmahlíðarskóla, 2 í Árskóla og 1 í Grunnskólanum a.V. Í ár eru nemendur því 623 í stað 629 á síðasta ári.

5.Biðlistar á leikskólum 1. september 2008

0809033

Lagðir fram til kynningar biðlistar í leikskólum í Skagafirði 1. september 2008.

6.Menntaþing 12. september 2008

0806025

Fræðslustjóri gerði grein fyrir helstu atriðum sem komu fram á Menntaþingi menntamálaráðuneytisins sem hún sótti sl. föstudag.

7.Náum betri árangri - Málstofa Sambands íslenskra sveitarfélaga um skólamál -

0809035

Málstofa Sambands íslenskra sveitarfélaga um skólamál.
Málstofan verður haldin 6. október n.k. Lagt fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 17:55.