Fræðslunefnd

39. fundur 26. maí 2008 kl. 16:00 - 19:00 í Ráðhúsinu
Nefndarmenn
 • Sigurður Árnason formaður
 • Helgi Þór Thorarensen varaformaður
 • Sigríður Svavarsdóttir aðalmaður
 • Sigríður Garðarsdóttir aðalm. f. Akrahrepp
 • Rúnar Vífilsson fræðslustjóri
 • Úlfar Sveinsson áheyrnarfulltrúi
 • Óskar Guðvin Björnsson skólastjóri
 • Konráð Gíslason áheyrnarftr. grunnskóla
 • Björg Baldursdóttir áheyrnarftr. grunnskóla
 • Sveinn Sigurbjörnsson áheyrnarftr. Tónl.skóla
 • Jón Rúnar Hilmarsson grunnskólastjóri
 • Þóra Björk Jónsdóttir sérkennslufulltrúi
Fundargerð ritaði: Rúnar Vífilsson fræðslustjóri
Dagskrá

1.Árskóli - menningarhús

0804018

Viðbygging við Árskóla og menningarhús. Gunnar Bragi Sveinsson formaður byggðaráðs og Áskell Heiðar Ásgeirsson sviðsstjóri mættu á fundinn og fóru yfir hugmyndir um viðbyggingu við Árskóla og Menningarhús norðan hans.

2.Skólaakstur

0805083

Lagt fram erindi frá Árna Hafstað varðandi skólaakstur. Fræðslustjóra falið að leita lausnar á málinu.

3.Gjaldskrá Tónlistarskóla

0805067

Gjaldskrá Tónlistarskólans. Fræðslunefnd samþykkir að gjaldskrá skólans hækki um 5% og að álag vegna nemenda 20 ára og eldri hækki úr 25% í 35%. Vísað til byggðaráðs og hreppsnefndar Akrahrepps.

Fundi slitið - kl. 19:00.