Fræðslunefnd

15. fundur 01. júní 2023 kl. 16:15 - 17:10 að Sæmundargötu 7a
Nefndarmenn
  • Regína Valdimarsdóttir formaður
  • Hrund Pétursdóttir varaform.
  • Steinunn Rósa Guðmundsdóttir aðalm.
  • Agnar Halldór Gunnarsson áheyrnarftr.
Starfsmenn
  • Bryndís Lilja Hallsdóttir sviðsstjóri fjölskyldusviðs
  • Selma Barðdal Reynisdóttir fræðslustjóri
  • Ásrún Leósdóttir áheyrnarftr. leiksk.kennara
Fundargerð ritaði: Selma Barðdal Reynisdóttir fræðslustjóri
Dagskrá

1.Útboð hádegisverðar leik- og grunnskóla á Sauðárkrkóki 2023

2301162

Á fundi fræðslunefndar þann 9. febrúar s.l. var ákveðið að bjóða út hádegisverð fyrir leikskóla og grunnskóla á Sauðárkróki. Ákvörðun þessi var staðfest í sveitarstjórn þann 15. febrúar 2023. Ákveðið var að leita til Consensa ehf. um að annast útboðið f.h. sveitarfélagsins. Var það gert í samræmi við lög og reglur sem gilda um opinber útboð. Að þessu sinni var jafnframt ákveðið að heimilt væri að bjóða í sitt hvorn hlutann, þ.e. leikskólann sér og grunnskólann sér. Einungis eitt tilboð barst í grunnskólahlutann, en ekkert í leikskólahlutann.
Með hliðsjón af því að það tilboð sem barst reyndist vera 32% yfir kostnaðaráætlun samþykkir fræðslunefnd að hafna tilboðinu. Slík hækkun hefði óhjákvæmilega leitt til verulegrar kostnaðarhækkunar á fæðisgjöldum frá því sem nú er.
Þess í stað leggur fræðslunefnd til að samningur við núverandi verksala verði framlengdur á grundvelli 3. greinar samnings sem gerður var á milli verkkaupa og verksala í júní 2020 en hún felur í sér heimild til að framlengja samning um eitt ár í senn í tvö ár.
Gott starf hefur verið unnið síðustu misseri í að bæta gæði skólamáltíða og verður þeirri vinnu haldið áfram. Fræðslunefnd vísar málinu til sveitarstjórnar.

Fundi slitið - kl. 17:10.