Fræðslunefnd

8. fundur 14. nóvember 2022 kl. 16:15 - 17:50 að Sæmundargötu 7a
Nefndarmenn
  • Regína Valdimarsdóttir aðalmaður var fjarverandi en í staðinn sat fundinn Kristófer Már Maronsson varam.
  • Hrund Pétursdóttir varaform.
  • Steinunn Rósa Guðmundsdóttir aðalm.
  • Agnar Halldór Gunnarsson aðalmaður var fjarverandi en í staðinn sat fundinn Dagmar Ólína Gunnlaugsdóttir varam. áheyrnarftr.
Starfsmenn
  • Selma Barðdal Reynisdóttir fræðslustjóri
  • Erla Hrund Þórarinsdóttir sérfræðingur á fjölskyldusviði
  • Sólveig Arna Ingólfsdóttir skólastjóri leikskóla
  • Ásrún Leósdóttir áheyrnarftr. leiksk.kennara
  • Sigrún Benediktsdóttir áheyrnarftr. grunnsk.kennara
  • Heiðrún Ósk Eymundsdóttir áheyrnarftr. foreldra leiksk.barna
Fundargerð ritaði: Erla Hrund Þórarinsdóttir sérfræðingur á fjölskyldusviði
Dagskrá

1.Ársskýrslur grunnskóla 2021 - 2022

2206340

Lagðar fram til kynningar ársskýrslur grunnskólanna fyrir skólaárið 2021-2022. Fræðslunefnd þakkar greinagóðar upplýsingar og fagnar góðu starfi grunnskólanna í Skagafirði.

2.Sjálfsmatsskýrslur leikskóla 2021- 2022

2206342

Lagðar fram til kynningar sjálfsmatsskýrslur leikskólanna fyrir skólaárið 2021-2022. Fræðslunefnd fagnar góðri vinnu skólanna við framkvæmd innra mats á skólastarfi.

3.Verklagsreglur vegna afsláttar í leikskólum, frístund og daggæslu

2202110

Drög að verklagsreglum vegna afsláttar í leikskólum, frístund og daggæslu lagðar fram. Reglurnar hafa verið uppfærðar með hliðsjón af sameinuðu sveitarfélagi en einnig eru lagðar til efnislegar breytingar sem lúta að viðbótarniðurgreiðslum á grundvelli tekna. Breytingarnar eru gerðar með það að markmiði að niðurgreiðslur skili sér sem best til tekjulægri heimila. Fræðslunefnd felur sviðsstjóra og starfsmönnum að vinna þær áfram samhliða breytingum á viðbótarniðurgreiðslum og leggja fram á næsta fundi nefndarinnar.

4.Innritunarreglur fyrir frístund í Skagafirði

2208291

Drög að innritunareglum fyrir frístund lagðar fram. Reglurnar hafa verið uppfærðar með hliðsjón af sameinuðu sveitarfélagi en einnig eru lagðar til efnislegar breytingar sem lúta að tímasetningum innritunar og undanþágu um uppsögn vegna sérstakra aðstæðna. Fræðslunefnd samþykkir reglurnar fyrir sitt leyti og vísar þeim til sveitarstjórnar.

5.Ályktun skólaráðs Árskóla

2211033

Ályktun frá skólaráði Árskóla er varðar endurnýjun húsgagna í A-álmu skólans, áframhaldandi vinnu með endurnýjun A-álmu ásamt hönnun á viðbyggingu við skólann. Fræðslunefnd tekur undir mikilvægi þess að halda áfram uppbyggingu Árskóla og vísar erindinu til byggðarráðs.

6.Gjaldskrá Tónlistarskóla 2023

2211074

Lögð fram tillaga að 7,7% hækkun gjaldskrá tónlistarskóla sem er í samræmi við verðlagsbreytingar út frá þjóðhagsspá Hagstofu Íslands. Hálft nám hækkar úr 6.356 krónu í 6,845 krónur á mánuði eða um 489 krónur. Fullt nám hækkar úr 9.533 í 10.267 eða um 734 krónur á mánuði. Veittur er 25% afsláttur ef fleiri en einn nemandi eru saman í hljóðfæranámi. Veittur er systkinaafsláttur, 25% fyrir annað barn, 50% fyrir þriðja barn og 100% fyrir fjórða barn. Meiri hluti nefndarinnar samþykkir tillöguna og vísar henni til byggðarráðs. Fulltrúi VG og óháðra óskar bókað að hann sitji hjá við afgreiðslu málsins.

7.Gjaldskrá grunnskóla 2023

2211076

Lögð fram tillaga að 7,7% hækkun gjaldskrár í grunnskóla sem er í samræmi við verðlagsbreytingar út frá þjóðhagsspá Hagstofu Íslands. Morgunverður og síðdegishressing hækka úr 231 krónu í 249 krónur eða um 18 krónur. Hádegisverður í áskrift hækkar úr 479 krónum í 516 krónur eða um 37 krónur. Stök máltíð í hádeginu hækkar úr 623 krónum í 671 krónu eða um 48 krónur. Dvalargjald í heilsdagsskóla (frístund) hækkar úr 276 krónum í 293 krónur eða um 17 krónur. Systkinaafsláttur af dvalargjaldi er óbreyttur, 50% hjá öðru barni og 100% hjá þriðja barni. Börn í dreifbýli hafa áfram forgang að heilsdagsvistun. Meiri hluti nefndarinnar samþykkir tillöguna og vísar henni til byggðarráðs. Fulltrúi VG og óháðra óskar bókað að hann sitji hjá við afgreiðslu málsins.

8.Gjaldskrá leikskóla 2023

2211075

Lögð fram tillaga að 6% hækkun dvalargjalda leikskóla og 7,7% hækkun fæðisgjalda sem er í samræmi við verðlagsbreytingar út frá þjóðhagsspá Hagstofu Íslands. Átta tíma almennt gjald hækkar úr 41.053 krónum í 43.760 krónur eða um 2.707 krónur á mánuði. Systkinaafsláttur af dvalargjaldi verður óbreyttur, 50% fyrir annað barn og 100% fyrir þriðja barn. Nefndin samþykkir að fresta afgreiðslu málsins og felur sviðsstjóra og starfsmönnum að vinna tekjuviðmið vegna sérgjalda og leggja fyrir á næsta fundi.

9.Fjárhagsáætlun fjölskyldusviðs 2023

2209337

Fjárhagsáætlun fyrir stofnanir fræðslumála (04) lögð fram til umræðu í fræðslunefnd. Áætlunin gerir ráð fyrir aukinni þjónustu í leikskólum Skagafjarðar, opnaðar voru tvær nýjar deildir í leikskólanum Ársölum og með þeim breytingum er komið til móts við óskir foreldra í Skagafirði um vistun barna frá 12 mánaða aldri. Nefndin samþykkir að vinna enn frekar í áætluninni fram til næsta fundar áður en hún verður afgreidd til síðari umræðu í sveitarstjórn.

Fundi slitið - kl. 17:50.