Fræðslunefnd

146. fundur 22. ágúst 2019 kl. 16:15 - 17:50 að Sæmundargötu 7a
Nefndarmenn
  • Laufey Kristín Skúladóttir formaður
  • Elín Árdís Björnsdóttir varaform.
  • Jóhanna Ey Harðardóttir ritari
  • Sigurjón Þórðarson áheyrnarftr.
Starfsmenn
  • Herdís Á. Sæmundardóttir sviðsstjóri fjölskyldusviðs
  • Selma Barðdal Reynisdóttir fræðslustjóri
  • Bertína Guðrún Rodriguez sérfræðingur á fjölskyldusviði
  • Anna Árnína Stefánsdóttir skólastjóri leikskóla
Fundargerð ritaði: Bertina Rodriguez sérfræðingur á fjölskyldusviði
Dagskrá
Jóhann Bjarnason sat fundinn sem fulltrúi grunnskólastjóra

1.Eftirfylgni með úttekt á leikskólanum Ársölum

1806120

Lögð fram til kynningar staðfesting á að mennta- og menningarmálaráðuneytið hefur lokið eftirfylgd með umbótum í kjölfar úttektar ráðuneytisins á leikskólanum Ársölum sem fram fór haustið 2015.
Anna Árnina Stefánsdóttir vék af fundi eftir lið 2.

2.Starfsumhverfi leikskóla

1908066

Fræðslunefnd Sveitarfélagsins Skagafjarðar samþykkir að skipa vinnuhóp sem hefur það verkefni að skoða starfsumhverfi leikskóla í Skagafirði. Vinnuhópurinn verði undir forystu fræðslustjóra en í honum sitji einnig fulltrúar leikskólanna þriggja auk annarra sérfræðinga á fjölskyldusviði eftir þörfum. Markmið þeirrar skoðunar er að kanna möguleika á að bæta starfsaðstæður í leikskólum og minnka álag á börn og starfsfólk. Sérstaklega skal lagt mat á þætti eins og mönnun, fjölda barna á deild m.t.t. rýmis, fjölda undirbúningstíma o.þ.h. Þá skal einnig lagt mat á árangur af reglum fyrir starfsmenn leikskóla vegna styrkja til náms í leikskólakennarafræðum, sem settar voru á árinu 2018. Skoða skal sérstaklega hvað önnur sveitarfélög hafa gert til að koma til móts við mikla starfsmannaveltu og leggja mat á þær aðgerðir. Vinnuhópurinn skili drögum að tillögum og greinargerð til fræðslunefndar í lok október n.k.
Anna Árnína Stefánsdóttir vék af fundi eftir lið 2.

3.Útboð skólaakstur innanbæjar

1905177

Málið áður á dagskrá þann 1. júlí s.l., en þá samþykkti nefndin að hafna tilboðum sem bárust í útboð á skólaakstri innanbæjar og gefa sér tíma til að skoða fyrirkomulag og framkvæmd skólaaksturs á Sauðárkróki að nýju. Nefndin vill áfram kanna möguleika á að bjóða upp á skólaakstur á Sauðárkróki yfir dimmustu og snjóþyngstu vetrarmánuðina. Nefndin leggur áherslu á að hvetja og örva börn til að ganga eða hjóla í skólann í samræmi við samþykkt sveitarstjórnar um Heilsueflandi samfélag. Nefndin samþykkir að vinna áfram að málinu og felur sviðsstjóra að vinna að nýrri tillögu til lausnar í málinu og leggja fyrir nefndina.

4.Innritunarreglur í frístund

1906076

Lögð fram drög að innritunarreglum fyrir Frístund í Árskóla og Varmahlíðarskóla. Fræðslunefnd samþykkir reglurnar fyrir sitt leyti og felur sviðsstjóra að auglýsa þær á heimasíðu sveitarfélagsins og skólanna. Jafnframt beinir nefndin því til skólastjóra að kynna reglurnar vel fyrir foreldrum.

5.Ný TALIS skýrsla Starfshættir og viðhorf kennara og skólastj. á unglingastigi grunnskóla

1906260

Lögð fram til kynningar skýrsla OECD, TALIS 2018, sem er könnun á starfsháttum og viðhorfi kennara og skólastjóra á unglingastigi grunnskóla. Könnunin hefur tvisvar áður verið gerð hér á landi, árið 2008 og árið 2013.

6.Vinnureglur um númerslausar bifreiðar, starfsleyfi verktaka

1906274

Erindinu vísað til fræðslunefndar frá 873. fundi byggðarráðs, þann 3. júlí s.l. Um er að ræða tölvupóst frá framkvæmdastjóra Heilbrigðiseftirlits Norðurlands vestra þar sem kynntar eru samþykktir sem heilbrigðisnefnd Norðurlands vestra samþykkti á fundi sínum 25. júní sl., um annars vegar hvernig skuli standa að því að fjarlægja númerslausar bifreiðar og hins vegar um starfsleyfi verktaka. Lagt fram til kynningar.

7.Nemendafjöldi 2019 -2020

1908127

Lagðar voru fram fjöldatölur yfir börn í leik- og grunnskólum Skagafjarðar. Fjöldi barna við upphaf skólaárs 2019-2020 eru 525 börn í grunnskólum og 228 börn í leikskólum. Tölur þessar sýna örlitla fjölgun á báðum skólastigum miðað við fyrra ár.

Fundi slitið - kl. 17:50.