Fræðslunefnd

124. fundur 08. nóvember 2017 kl. 13:00 - 15:40 að Sæmundargötu 7a
Nefndarmenn
  • Þórdís Friðbjörnsdóttir formaður
  • Guðný Hólmfríður Axelsdóttir varaform.
  • Sigurjón Þórðarson ritari
  • Björg Baldursdóttir áheyrnarftr.
Starfsmenn
  • Herdís Á. Sæmundardóttir sviðsstjóri fjölskyldusviðs
  • Bertína Guðrún Rodriguez verkefnastjóri á fjölskyldusviði
  • Ólafur Atli Sindrason áheyrnarftr. foreldra grunnsk.barna
  • Kristín Sigurrós Einarsdóttir áheyrnarftr. grunnsk.kennara
  • Steinunn Ragnheiður Arnljótsdóttir áheyrnarftr. leikskóla
  • Sigríður H. Sveinsdóttir áheyrnarftr. leiksk.kennara
Fundargerð ritaði: Bertína G. Rodriguez sérfræðingur fjölskyldusviðs
Dagskrá

1.Ársalir - sumarlokun 2018

1709265

Síðast liðin ár hefur fræðslunefnd lagt til við sveitarstjórn aukinn opnunartíma yfir sumarið í Ársölum á Sauðárkróki, annars vegar að einungis sé lokað í tvær vikur á sumri og hins vegar að hann sé opinn allan sumarleyfistímann. Þetta hefur verið gert í þeirri viðleitni að koma betur til móts við óskir foreldra. Í ljósi þess fjölda barna sem nýta sér leikskólann seinni hluta júlímánaðar og í fyrstu viku ágúst þykir nefndinni ekki ástæða til að leggja til að leikskólinn verði opinn eins og verið hefur, heldur fari að dæmi flestra sveitarfélaga í landinu og loki í fjórar vikur yfir sumartímann. Fleiri ástæður liggja að baki þeirri tillögu, eins og t.d. erfiðleikar við að manna leikskólann með fullnægjandi hætti yfir þessa mánuði og einnig er allt árlegt viðhald húsnæðis og lóðar erfiðleikum bundið þegar skólinn er opinn.
Fræðslunefnd leggur því til að leikskólinn Ársalir verði lokaður í fjórar vikur sumarið 2018. Þegar hefur verið ákveðið að hann verði lokaður í eina viku, þ.e. frá 4.-8. júní vegna námsferðar starfsfólks en auk þess verði hann lokaður þrjár vikur í júlí-ágúst.
Á næsta fundi nefndarinnar verður tekin ákvörðun um dagsetningar lokana í öllum leikskólum Skagafjarðar. Tillagan samþykkt með tveimur atkvæðum.
Sigurjón Þórðarson, fulltrúi Skagafjarðarlistans, greiðir atkvæði gegn tillögunni og óskar bókað að ekki hafi farið fram nein kynning á fyrirhugaðri lokun í fjórar vikur. Það er fyrirséð að lokunin mun kalla á óánægju foreldra og atvinnulífsins.

2.Fyrirspurn um sumarlokun á leikskólanum Ársölum 2018

1709243

Í ljósi bókunar hér á undan samþykkir fræðslunefnd að samfellt frí leikskólabarna verði þrjár vikur í stað fjögurra að þessu sinni. Engu að síður telur fræðslunefnd æskilegt að börn fái samfellt frí í að lágmarki fjórar vikur yfir sumartímann.
Sigríður Halldóra Sveinsdóttir og Steinunn Arnljótsdóttir, áheyrnarfulltrúar leikskóla sátu fundinn undir liðum 1-3.

3.Ályktun um stöðu barna frá Félagi stjórnenda leikskóla

1710019

Lagt fram erindi frá Félagi stjórnenda í leikskólum þar sem lýst er áhyggjum af stöðu barna í leikskólum, meðal annars vegna of lítils rýmis, fjölda barna í hóp og lengd dvalartíma eins og niðurstöður skýrslu OECD „Starting strong“ sýna.
Samkvæmt skýrslu OECD eiga Íslendingar met í dvalartíma nemenda, bæði í klukkutímum á dag og fjölda daga á ári.

4.Skólaakstur - lok samninga 2018

1709022

Eins og kynnt var á síðasta fundi nefndarinnar renna samningar um skólaakstur út í lok maí 2018. Nefndin samþykkir að leggja til að skólaakstur verði boðinn út að nýju.
Hanna Dóra Björnsdóttir (varamaður Óskars G. Björnssonar), Kristín Sigurrós Einarsdóttir, Ólafur Atli Sindrason sátu fundinn undir liðum 4-5

5.Fjárhagsáætlun 04 2018

1711020

Sviðsstjóri kynnti vinnu við fjárhagsáætlun.

6.Trúnaðarmál fræðslunefndar

1711017

Sjá trúnaðarbók

Fundi slitið - kl. 15:40.