Fræðslunefnd

111. fundur 25. apríl 2016 kl. 15:00 - 16:20 Sæmundargötu 7a
Nefndarmenn
  • Þórdís Friðbjörnsdóttir formaður
  • Guðný Hólmfríður Axelsdóttir varaform.
  • Sigurjón Þórðarson ritari
  • Björg Baldursdóttir áheyrnarftr.
  • Sigríður Garðarsdóttir fulltrúi Akrahrepps
Starfsmenn
  • Herdís Á. Sæmundardóttir sviðsstjóri fjölskyldusviðs
  • Rúnar Vífilsson verkefnastjóri
  • Hanna Dóra Björnsdóttir skólastjóri
  • Anna Árnína Stefánsdóttir leikskólastjóri
  • Kolbrún Jónsdóttir áheyrnarftr. leiksk.kennara
Fundargerð ritaði: Herdís Á Sæmundardóttir sviðsstjóri fjölskyldusviðs
Dagskrá

1.Ársalir yngra stig - raki í húsnæði

1603086

Sviðsstjóri kynnti niðurstöður úttektar vegna rakamyndunar og gruns um sveppamyndun í leikskólanum Ársölum, yngra stigi.

2.Skólanámskrár leikskólanna

1509086

Skólanámskrár fyrir leikskólana Tröllaborg og Birkilund lagðar fram. Ársalir hafa ekki lokið vinnu við sína skólanámskrá. Fræðslunefnd samþykkir skólanámskrárnar.

3.Sjálfsmatsskýrslur leikskólanna 2014-2015

1506201

Sjálfsmatsskýrslur fyrir leikskólana Tröllaborg og Birkilund fyrir skólaárið 2014-2015 lagðar fram til kynningar. Ársalir hafa ekki lokið vinnu við sína sjálfsmatsskýrslu.

4.Sjálfsmatsskýrslur grunnskólanna 2014-2015

1506198

Sjálfsmatsskýrslur fyrir Árskóla og Varmahlíðarskóla fyrir skólaárið 2014-2015 lagðar fram til kynningar. Skýrslan hefur ekki borist frá Grunnskólanum austan Vatna.

5.Starfsáætlanir grunnskóla 2015-2016

1511073

Starfsáætlanir grunnskólanna fyrir skólaárið 2015-2016 lagðar fram. Fræðslunefnd samþykkir áætlanirnar.

6.Sjálfsmatsskýrsla tónlistarskólans 2014-2015

1506202

Sjálfsmatsskýrsla Tónlistarskóla Skagafjarðar lögð fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 16:20.