Fræðslunefnd

108. fundur 19. nóvember 2015 kl. 15:00 - 16:15 í Ráðhúsi, Skr.
Nefndarmenn
 • Þórdís Friðbjörnsdóttir formaður
 • Guðný Hólmfríður Axelsdóttir varaform.
 • Sigurjón Þórðarson ritari
 • Björg Baldursdóttir áheyrnarftr.
 • Sigríður Garðarsdóttir fulltrúi Akrahrepps
 • Hanna Dóra Björnsdóttir
 • Bergmann Guðmundsson áheyrnarftr. grunnsk.kennara
Starfsmenn
 • Herdís Á. Sæmundardóttir sviðsstjóri fjölskyldusviðs
 • Rúnar Vífilsson verkefnastjóri
 • Hanna Dóra Björnsdóttir skólastjóri
 • Anna Árnína Stefánsdóttir leikskólastjóri
 • Kolbrún Jónsdóttir áheyrnarftr. leiksk.kennara
Fundargerð ritaði: Herdís Á Sæmundardóttir sviðsstjóri fjölskyldusviðs
Dagskrá

1.Samningur um skólamáltíðir í Árskóla - ósk um breytingu

1510243

Lagt fram bréf frá Grettistaki Veitingum ehf., dagsett 5. október 2015, þar sem óskað er eftir að samningi um skólamáltíðir í Árskóla verði breytt og að verð fyrir hverja máltíð hækki frá því sem nú er. Erindinu vísað til nefndarinnar frá byggðarráði. Nefndin samþykkir að gjald fyrir hverja máltíð hækki um 50 kr. frá og með 1. janúar 2016, enda mikilvægt er að tryggja gæði málsverða þannig að þeir uppfylli markmið Lýðheilsustöðvar og Manneldisráðs.

2.Gjaldskrá fæðis til starfsmanna í leik- og grunnskóla frá 1. janúar 2016

1511146

Lagt er til að matarverð til starfsmanna verði í samræmi við kjarasamninga Sambands íslenskra sveitarfélaga við stéttarfélög viðkomandi starfsmanna frá og með 1. janúar 2016. Nefndin samþykkir tillöguna og vísar henni til byggðarráðs.

3.Gjaldskrá leikskóla frá 1. janúar 2016

1511143

Lagt er til að dvalargjald í leikskóla hækki um 3.5% frá og með 1. janúar 2016. Mánaðargjald fyrir fjögurra tíma vistun hækkar úr 10.907 kr. í 11.288 kr.. Sérgjald fyrir sama tíma hækkar úr 7.637 kr. í 7.905 kr. Lágmarksvistunartími er eftir sem áður fjórar klukkustundir. Systkinaafsláttur er óbreyttur, 50% fyrir annað barn og 100% fyrir þriðja barn. Nefndin samþykkir tillöguna og vísar henni til byggðarráðs.

4.Gjaldskrá fæðis í leikskólum frá 1. janúar 2016

1511142

Lagt er til að gjaldskrá fæðis nemenda í leikskólum hækki um 9% frá og með 1. janúar 2016. Verð fyrir morgunhressingu hækkar úr 2.582 kr. á mánuði í 2.814 kr.. Verð fyrir hádegisverð hækkar úr 5.617 kr. á mánuði í 6.123 kr. og verð fyrir síðdegishressingu hækkar úr 2.582 kr. í 2.814 kr. á mánuði. Nefndin samþykkir tillöguna og vísar henni til byggðarráðs.

5.Gjaldskrá heilsdagsskóla frá 1. janúar 2016

1511145

Lagt er til að dvalargjald í heilsdagsskóla hækki um 3.5%. Dvalargjald fyrir hverja klukkustund hækkar úr 226 kr. í 234 kr. Systkinaafsláttur er óbreyttur, 50% fyrir annað barn og 100% fyrir þriðja barn. Nefndin samþykkir tillöguna og vísar henni til byggðarráðs.

6.Gjaldskrá fæðís í grunnskóla frá 1. janúar 2016

1511144

Lagt er til að gjaldskrá fæðis nemenda í grunnskólum og heilsdagsskólum hækki um 9%. Morgunverður hækkar úr 173 kr. í 189 kr. Hádegisverður hækkar úr 359 kr. í 391 kr. Verð þessi eru miðuð við áskrift. Stök máltíð í hádegi hækkar úr 466 kr. í 508 kr. Nefndin samþykkir tillöguna og vísar henni til byggðarráðs.

7.Gjaldskrá tónlistarskóla frá 1. janúar 2016

1511141

Lagt er til að gjöld í tónlistarskóla hækki um 3.5% frá 1. janúar 2016. Árgjald fyrir hálft nám í grunnnámi hækkar úr 46.773 kr. í 48.410 kr. Árgjald fyrir fullt nám hækkar úr 70.159 kr. í 72.615 kr. Árgjald fyrir mið- og framhaldsnám hækkar úr 82.620 kr. í 85.512 kr. Veittur er 25% afsláttur ef fleiri en einn nemandi eru saman í hljóðfæranámi. Gjald fyrir hljóðfæraleigu hækkar úr 10.800 kr. í 11.178 kr. Veittur er systkinaafsláttur, 25% fyrir annað barn, 50% fyrir þriðja barn og 100% fyrir fjórða barn. Nefndin samþykkir tillöguna og vísar henni til byggðarráðs.

8.Fjárhagsáætlun fræðsluþjónustu 2016

1510184

Fjárhagsáætlun fyrir málaflokk 04, fræðslumál, lögð fram. Áætlunin í heild sinni hækkar um 2.1% frá áætlun fyrra árs, eða úr 1.603.266.241 kr. í 1.637.215.019 kr. Nefndin samþykkir tillöguna og vísar henni til byggðarráðs.

Fundi slitið - kl. 16:15.