Fræðslunefnd

106. fundur 08. september 2015 kl. 15:00 - 16:30 í Ráðhúsi, Skr.
Nefndarmenn
  • Þórdís Friðbjörnsdóttir formaður
  • Sigurjón Þórðarson ritari
  • Björg Baldursdóttir áheyrnarftr.
  • Sigríður Garðarsdóttir fulltrúi Akrahrepps
  • Anna Árnína Stefánsdóttir leikskólastjóri
  • Sólveig Arna Ingólfsdóttir áheyrnarftr. foreldra leiksk.barna
Starfsmenn
  • Herdís Á. Sæmundardóttir sviðsstjóri fjölskyldusviðs
  • Óskar G. Björnsson grunnskólastjóri
  • Rúnar Vífilsson verkefnastjóri
Fundargerð ritaði: Herdís Á Sæmundardóttir sviðsstjóri
Dagskrá
Áheyrnarfulltrúar sátu allan fundinn.

1.Niðurstaða könnunar á innleiðingu og framkvæmd laga um leikskóla nr. 90/2008 og grunnskóla nr. 91/2008

1505133

Niðurstöður könnunar mennta- og menningarmálaráðuneytisins um innleiðingu og framkvæmd laga um leik- og grunnskóla lagðar fram til kynningar og ræddar.

2.Þjóðarsáttmáli um læsi

1507185

Sviðsstjóri sagði frá aðdraganda að undirritun þjóðarsáttmála um læsi sem menntamálaráðherra hefur sett af stað. Undirritaður hefur verið samningur á milli ráðherra og Sveitarfélagsins Skagafjarðar um eflingu læsis.

3.Læsisstefna fyrir Sveitarfélagið Skagafjörð

1509040

Sviðsstjóri og sérfræðingur fjölskylduþjónustu sögðu frá vinnu við gerð læsisstefnu fyrir leik- og grunnskóla sveitarfélagsins.

4.Skólapúls - niðurstöður 2014-2015

1509018

Sviðsstjóri og sérfræðingur fjölskylduþjónustu sögðu frá niðurstöðum Skólapúlsins skólaárið 2014-2015, en Skólapúlsinn mælir viðhorf nemenda, foreldra og starfsmanna til ýmissa þátta skólastarfs grunnskólanna. Auk þess heldur Skólapúlsinn utan um niðurstöður samræmdra prófa.

5.Skólaþing sveitarfélaga 2015

1508113

Lagt fram bréf um skólaþing Sambands íslenskra sveitarfélaga sem haldið verður 2. nóvember n.k.

6.Samningur um sálfræðiþjónustu 2015

1501270

Sviðsstjóri kynnti samninga sem gerðir hafa verið vegna sálfræðiþjónustu.

7.Vinnumat grunnskóla

1509041

SViðsstjóri, sérfræðingur fjölskyldusviðs og skólastjóri Árskóla fóru yfir og kynntu vinnu við nýtt vinnumat grunnskólakennara.

8.Nemendafjöldi í leik- grunn- og tónlistarskólum í Skagafirði 2015-2016

1509019

Farið var yfir fjölda nemenda í leik-, grunn- og tónlistarskóla Skagafjarðar. Eins og staðan er nú eru 222 börn í leikskólum, 528 í grunnskólum og 155 í tónlistarskólanum, en þar er skráningu ekki lokið.

Fundi slitið - kl. 16:30.