Fræðslunefnd

105. fundur 24. júní 2015 kl. 13:00 - 13:30 í Ráðhúsi, Skr.
Nefndarmenn
  • Þórdís Friðbjörnsdóttir formaður
  • Guðný Hólmfríður Axelsdóttir varaform.
  • Jóhanna Sveinbjörg Traustadóttir áheyrnarftr. grunnsk.kennara
Starfsmenn
  • Herdís Á. Sæmundardóttir sviðsstjóri fjölskyldusviðs
  • Óskar G. Björnsson grunnskólastjóri
Fundargerð ritaði: Herdís Á Sæmundardóttir fræðslustjóri
Dagskrá
Fulltrúi og varafulltrúi VG í nefndinni og fulltrúi Akrahrepps boðuðu forföll. Óskar G. Björnsson og Jóhanna S. Traustadóttir sátu fundinn.

1.Upplýsingatæknimál grunnskóla

1505087

Rætt um upplýsingatæknivæðingu grunnskólanna og heimsókn fulltrúa fræðslunefndar í tíma í Árskóla þar sem verið var að kenna með spjaldtölvum. Fræðslunefnd telur að verkefnið sé í góðum farvegi og samþykkir þá hugmynda- og aðferðafræði sem að baki liggur. Nefndin leggur áherslu á að innleiðingin hafi ekki í för með sér kostnaðarauka fyrir sveitarfélagið heldur fari endurnýjun tækja fram innan þeirra fjárhagsheimilda sem skólunum eru settar hverju sinni.

Fundi slitið - kl. 13:30.