Fræðslunefnd

104. fundur 01. júní 2015 kl. 14:00 - 14:50 í Ráðhúsi, Skr.
Nefndarmenn
 • Þórdís Friðbjörnsdóttir formaður
 • Guðný Hólmfríður Axelsdóttir varaform.
 • Björg Baldursdóttir áheyrnarftr.
 • Sigríður Garðarsdóttir fulltrúi Akrahrepps
 • Hanna Þrúður Þórðardóttir varam.
 • Broddi Reyr Hansen áheyrnarftr. foreldra leiksk.barna
 • Jóhanna Sveinbjörg Traustadóttir áheyrnarftr. grunnsk.kennara
Starfsmenn
 • Herdís Á. Sæmundardóttir sviðsstjóri fjölskyldusviðs
 • Óskar G. Björnsson grunnskólastjóri
 • Steinunn Ragnheiður Arnljótsdóttir leikskólastjóri
 • Rúnar Vífilsson verkefnastjóri
Fundargerð ritaði: Herdís Á Sæmundardóttir fræðslustjóri
Dagskrá
Broddi Reyr Hansen og Steinunn Arnljótsdóttir sátu fundinn undir lið 1. Óskar G. Björnsson og Jóhanna S. Traustadóttir sátu allan fundinn. Sveinn Sigurbjörnsson sat fundinn undir lið 4.

1.Erasmus+ Umsókn vegna ytra mats í leik- og grunnskólum

1503135

Kynntur var styrkur sem sveitarfélagið/fræðsluþjónustan fékk úr Erasmus+ áætluninni vegna kynningar og innleiðingar á ytra mati í leik- grunn- og tónlistarskólum Skagafjarðar. Styrkurinn er upp á 22.860 evrur eða sem samsvarar til 3,4 milljónum króna.

2.Bréf og greinargerð um nám á framhaldsstigi í tónlistarskólum

1505187

Lagt fram til kynningar bréf frá stjórnendum í tónlistarskólum .

3.Skóladagatöl leikskóla 2015-2016

1505206

Kynnt voru skóladagatöl leikskólans fyrir skólaárið 2015-2016. Skóladagatölin hafa verið til umsagnar hjá foreldraráðum lögum samkvæmt. Nefndin samþykkir dagatölin.

4.Skóladagatöl grunnskóla 2015-2016

1505117

Kynnt voru skóladagatöl grunnskólanna fyrir skólaárið 2015-2016. Skóladagatölin hafa verið til umsagnar hjá skólaráðum lögum samkvæmt. Nefndin samþykkir dagatölin.

Fundi slitið - kl. 14:50.