Fræðslunefnd

102. fundur 23. mars 2015 kl. 16:00 - 17:20 í Ráðhúsi, Skr.
Nefndarmenn
 • Þórdís Friðbjörnsdóttir formaður
 • Guðný Hólmfríður Axelsdóttir varaform.
 • Sigurjón Þórðarson ritari
 • Sigríður Garðarsdóttir fulltrúi Akrahrepps
 • Ragnheiður Rúnarsdóttir áheyrnarftr.
 • Broddi Reyr Hansen áheyrnarftr. foreldra leiksk.barna
 • Jóhanna Sveinbjörg Traustadóttir áheyrnarftr. grunnsk.kennara
Starfsmenn
 • Herdís Á. Sæmundardóttir sviðsstjóri fjölskyldusviðs
 • Óskar G. Björnsson grunnskólastjóri
 • Steinunn Ragnheiður Arnljótsdóttir leikskólastjóri
 • Rúnar Vífilsson verkefnastjóri
Fundargerð ritaði: Herdís Á Sæmundardóttir fræðslustjóri
Dagskrá
Steinunn Arnljótsdóttir, Broddi Hansen og Ragnheiður Rúnarsdóttir sátu fundinn undir liðum 1-2. Óskar G. Björnsson og Jóhanna Traustadóttir sátu fundinn undir liðum 3-6.

1.Desemberskýrslur leikskólanna 2014

1501248

Desemberskýrslur leikskólanna lagðar fram til kynningar. Þær hafa verið sendar Hagstofunni eins og venja er til á ári hverju. Upplýsingar í skýrslunum miðast við 1. desember ár hvert.

2.Sumarlokun leikskóla í Skagafirði 2015

1411251

Lagt er til að leikskólinn Ársalir verði lokaður í tvær vikur í stað fjögurra eins og áður hafði verið ákveðið. Lokað verður frá 20. júlí til 31. júlí. Áætlaður kostnaður er tæpar fjórar milljónir króna. Fræðslunefnd samþykkir að leggja til við byggðarráð að veittar verði allt að kr. 4 milljónir vegna þessa.

3.Nýsköpunarkeppni grunnskólanemenda 2015

1502115

Fræðslunefnd samþykkir að veita styrk að upphæð kr. 50.000 vegna Nýsköpunarkeppninnar og óskar skagfirskum nemendum velfarnaðar í keppninni. Upphæðin verði tekin af málaflokk 04090.

4.Olweusarkönnun. Niðurstöður 2011-2014

1503053

Niðurstöður Olweusarkönnunarinnar 2011-2014 lagðar fram til kynningar. Fræðslunefnd hvetur stjórnendur, starfsfólk og alla íbúa til að vera á varðbergi gagnvart einelti og bregðast við með viðeigandi hætti.

5.Samræmd próf. Niðurstöður 2007-2014

1503054

Lagðar fram niðurstöður samræmdra prófa fyrir árið 2014. Fræðslunefnd hvetur stjórnendur og starfsfólk til að rýna vel í niðurstöðurnar og bregðast við með viðeigandi hætti ef þurfa þykir.

6.Grunnur að ytra mati - listi

1407084

Farið var yfir yfirlit um ábyrgð og skyldur fræðslunefndar. Upplýst var að fræðsluþjónustan vinnur að gerð verklags um ytra mat.

Fundi slitið - kl. 17:20.