Fræðslunefnd

96. fundur 18. júlí 2014 kl. 13:00 - 14:10 í Ráðhúsi, Skr.
Nefndarmenn
  • Þórdís Friðbjörnsdóttir formaður
  • Sigurjón Þórðarson aðalm.
  • Sigríður Garðarsdóttir fulltrúi Akrahrepps
Starfsmenn
  • Herdís Á. Sæmundardóttir sviðstjóri fjölskyldusviðs
Fundargerð ritaði: Herdís Á Sæmundardóttir fræðslustjóri
Dagskrá

1.Kjör formanns, varaformanns og ritara fræðslunefndar.

1407104

Kynnt var tillaga um eftirfarandi skipan nefndarinnar: Formaður Þórdís Friðbjörnsdóttir, varaformaður Guðný Axelsdóttir, ritari Sigurjón Þórðarson. Aðrar tillögur komu ekki fram. Tillagan samþykkt.

2.Verkefni fræðslunefndar

1407105

Sviðsstjóri fjölskyldusviðs kynnti verkefni nefndarinnar og fór yfir helstu lög og reglugerðir sem nefndin starfar eftir.

Fundi slitið - kl. 14:10.