Fræðslunefnd

93. fundur 10. febrúar 2014 kl. 15:00 - 16:15 í Ráðhúsi, Skr.
Nefndarmenn
 • Bjarki Tryggvason formaður
 • Björg Baldursdóttir varaform.
 • Sigríður Svavarsdóttir ritari
 • Sigríður Garðarsdóttir fulltrúi Akrahrepps
 • Guðni Kristjánsson áheyrnarftr.
 • Hanna Þrúður Þórðardóttir áheyrnarftr.
Starfsmenn
 • Herdís Á. Sæmundardóttir sviðstjóri fjölskyldusviðs
 • Jóhann Bjarnason grunnskólastjóri
 • Christine Hellwig áheyrnarftr. leikskóla
 • Lára Gunndís Magnúsdóttir áheyrnarftr. grunnsk.kennara
 • Rúnar Vífilsson verkefnastjóri
Fundargerð ritaði: Herdís Á Sæmundardóttir sviðsstjóri fjölskyldusviðs
Dagskrá

1.Kjör varaformanns fræðslunefndar

1402150

Formaður stakk upp á Björgu Baldursdóttur sem varaformanni nefndarinnar. Nefndin samþykkir tillöguna samhljóða.

2.Sumarlokanir leikskóla 2014

1310195

Tillaga um sumarlokanir leikskóla 2014 samþykkt. Fræðslunefnd samþykkir jafnframt að leita eftir afstöðu atvinnulífsins til sumarlokana leikskóla í haust, þannig að taka megi tillit til hugsanlegra breytinga við gerð fjárhagsáætlunar 2015.

3.Rekstur 04 2013

1402114

Kynnt var niðurstaða rekstrar í málaflokki 04. Fræðslunefnd fagnar niðurstöðunni og sendir stofnunum fræðslusviðs góðar kveðjur og þakkir fyrir gott starf.

4.Olweusarkönnun 2013

1402079

Helga Harðardóttir kennsluráðgjafi kynnti vinnu og vinnulag við framkvæmd Olweusaráæltlunarinnar í grunnskólum Skagafjarðar. Jafnframt sagði hún frá samstarfi við UMSS um tengingu eineltisáætlunarinnar við íþróttahreyfinguna.

5.Nýsköpunarkeppni grunnskólanema 2014

1401227

Fræðslunefnd samþykkir að styrkja keppnina með kr. 50.000. Fjármunirnir verða teknir af 04-04090-4980.

Fundi slitið - kl. 16:15.