Fræðslunefnd

90. fundur 11. september 2013 kl. 09:00 - 11:00 í Ráðhúsi, Skr.
Nefndarmenn
  • Bjarki Tryggvason formaður
  • Sigríður Svavarsdóttir ritari
  • Úlfar Sveinsson aðalm.
  • Hanna Þrúður Þórðardóttir áheyrnarftr.
  • Herdís Á. Sæmundardóttir sviðstjóri fjölskyldusviðs
  • Óskar G. Björnsson grunnskólastjóri
  • Rúnar Vífilsson starfsmaður fjölskyldusviðs
Fundargerð ritaði: Herdís Á Sæmundardóttir fræðslustjóri
Dagskrá
Í upphafi fundar var farið í skoðunarferð í Árskóla

1.Skólaakstur

1309031

Rætt um skólaakstur innanbæjar á Sauðárkróki. Ákveðið að ræða málið aftur á næsta fundi með tilliti til reynslu af akstursfyrirkomulagi septembermánaðar.

2.Nemendafjöldi skólaársins 2013-2014

1309084

Yfirlit yfir nemendafjölda í skólum Skagafjarðar lagt fram til kynningar.

3.Athugasemdir vegna skólaaksturs

1308250

Rætt um skólaakstur í dreifbýli með tilliti til aksturs afleggjara heim að bæjum. Sviðsstjóra falið að skoða málið betur og leggja fyrir næsta fund.

Fundi slitið - kl. 11:00.