Fræðslunefnd

87. fundur 03. maí 2013 kl. 14:00 - 15:00 í Ráðhúsi, Skr.
Nefndarmenn
  • Bjarki Tryggvason formaður
  • Sigríður Svavarsdóttir ritari
  • Úlfar Sveinsson aðalm.
  • Sigríður Garðarsdóttir fulltrúi Akrahrepps
  • Guðni Kristjánsson áheyrnarftr.
  • Hanna Þrúður Þórðardóttir áheyrnarftr.
  • Herdís Á. Sæmundardóttir fræðslustjóri
  • Ágúst Ólason grunnskólastjóri
Fundargerð ritaði: Herdís Á Sæmundardóttir fræðslustjóri
Dagskrá
Indriði Einarsson sviðsstjóri veitu- og framkvæmdasviðs sat fundinn.

1.Skólaakstur - útboð

1209235

Fræðslunefnd samþykkir að bjóða út skólaakstur í dreifbýli í Sveitarfélaginu Skagafirði í samræmi við útboðslýsingu sem verkfræðistofan STOÐ ehf. hefur unnið fyrir sveitarfélagið. Aksturinn er boðinn út til 5 ára frá upphafi skólaárs 2013-2014.
Jafnframt voru lögð fram drög að reglum fyrir skólaakstur í Sveitarfélaginu Skagafirði.
Drög þessi verða jafnframt send skólaráðum grunnskólanna til umsagnar sbr. 8.grein laga nr. 91/2008

Fundi slitið - kl. 15:00.