Fræðslunefnd

30. fundur 03. desember 2007
Fræðslunefnd SkagafjarðarT
Fundur 30 - 3.12. 2007
 
Ár 2007, mánudaginn 3. desember kom Fræðslunefnd saman til fundar í Ráðhúsinu kl. 16:00. Mættir: Sigurður Árnason, Helgi Thorarensen og Sigríður Svavarsdóttir. Fundinn sátu einnig áheyrnarfulltrúar leikskólans, Kristrún Ragnarsdóttir og Dagbjört Rós Hermundsdóttir, undir lið 1 til 2. Áheyrnarfulltrúar grunnskólans, Óskar G. Björnsson, Konráð Gíslason og Björg Baldursdóttir undir liðum 3 til 6. Skólastj. Tónlistarskólans Sveinn Sigurbjörnsson, Anna K. Jónsdóttir og Stefán R. Gíslason sátu fundinn undir liðum 7 til 8.  Rúnar Vífilsson fræðslustjóri sat einnig fundinn og ritaði fundargerð.
 
Dagskrá:
Leikskólamál:
1.      Fjárhagsáætlun 2008
2.      Önnur mál.
Grunnskólamál:
3.      Fjárhagsáætlun 2008
4.      Menntamálaráðuneytið, bréf
5.      Erindi frá Byggðaráði
6.      Önnur mál
Tónlistarskólamál:
7.      Fjárhagsáætlun 2008
8.      Önnur mál


Afgreiðslur:
  1. Lögð fram  drög að fjárhagsáætlun 2008 fyrir leikskólann. Einnig fylgdi með áætlun 2007 og staðan eftir 10 mánuði. Niðurstöðutala til síðari umræðu er 189.589 þús. krónur.
  2. Önnur mál. Fyrirspurn frá leikskólastjórum um leyfi til að hafa lokað á aðfangadag og gamlársdag, en í þetta sinn eru þeir mánudagar og aðeins opið hálfan daginn. Fræðslunefnd samþykkir beiðnina.
  3. Lögð fram drög að fjárhagsáætlun 2008 fyrir grunnskólann. Einnig fylgdi með áætlun 2007 og staða eftir 10 mánuði. Niðurstöðutala til síðari umræðu er 690.183 þús. kr.
  4. Lagt fram bréf frá Menntamálaráðuneytinu dagsett 13. nóvember þar sem greint er frá því að grunnskólum sé óheimilt að skipuleggja ferðir í tengslum við fermingarfræðslu á skólatíma. Kynnt.
  5. Lagt fram erindi frá Byggðaráði þar sem þar sem farið er fram á að Fræðslunefndin meti þörf  á húsnæði fyrir kennara að Austurgötu 7 á Hofsósi. Fræðslustjóri upplýsir að það sé mat skólastjóra „Grunnskólans út að austan“ að nauðsynlegt sé að skólinn hafi til umráða þessar fjórar íbúðir, þótt í augnablikinu sé skólinn ekki að nýta nema tvær þeirra.  
  6. Önnur mál.
  7. Lögð fram drög að fjárhagsáætlun 2008 fyrir Tónlistarskóla. Einnig fylgdi með áætlun 2007 og staða eftir 10 mánuði. Niðurstöðutala til síðari umræðu er 62.959 þús. kr.
  8. Önnur mál.
 
Fjárhagsáætlun 2008 fyrir 04 – Fræðslumál samþykkt og vísað til Byggðaráðs. Heildartekjur 117.565 þús kr. Heildargjöld 1.119.317 þús. kr. Niðurstöðutala 1.001.752 þús. kr.
 
Upplesið og staðfest rétt bókað. Fleira ekki gert, formlegum fundi slitið kl. 17.25