Fræðslunefnd

26. fundur 22. ágúst 2007
TFræðslunefnd SkagafjarðarT
Fundur 26 - 22.08. 2007
 
Ár 2007, miðvikudaginn 22. ágúst kom Fræðslunefnd saman til fundar í Ráðhúsinu kl. 16:00. Mættir: Sigurður Árnason, Helgi Thorarensen og Sigríður Svavarsdóttir. Fundinn sátu einnig áheyrnarfulltrúar leikskólans, Kristrún Ragnarsdóttir og Dagbjört Rós Hermundsdóttir, undir lið 1. og 2. Áheyrnarfulltrúar grunnskólans, Sigrún Benediktsdóttir, Konráð Gíslason og Óskar G. Björnsson sátu fundinn undir liðum 3 – 8.  Rúnar Vífilsson fræðslustjóri sat einnig fundinn og ritaði fundargerð.
 
Dagskrá:
 
Leikskólamál:
1.      Ársskýrslur síðasta skólaárs
2.      Yfirlit yfir nemendafjölda
 
Grunnskólamál:
3.      Ársskýrslur síðasta skólaárs
4.      Yfirlit yfir nemendafjölda
5.      Erindi frá Varmahlíðarskóla
6.      Erindi frá Árskóla- Skipulag Árvistar og fl.
7.      Grunnskólinn Út að austan – skipulag skóla og bekkja
8.      Yfirlit yfir starfsmannamál grunnskóla
 
Tónlistarskóli:
9.      Erindi frá Tónlistarskóla Akureyrar
 
Afgreiðslur:
  1. Lagðar fram ársskýrslur leikskólanna fjögurra fyrir síðasta skólaár. Þar er yfirlit yfir starfið á leikskólunum, upplýsingar um nemendafjölda, starfsmannahald, skipulag skólahalds, símenntun, skólanámskrár, mat á skólastarfi, tölvumál og fleira. Það eru tilmæli til skólanna að þeir hafi þessar skýrslur aðgengilegar á heimasíðum sínum.
 
  1. Fræðslustjóri og áheyrnarfulltrúar leikskólanna fóru yfir upplýsingar um nemendafjölda í leikskólunum og stöðuna í starfsmannamálum nú í upphafi leikskólaársins. Fram kom að biðlisti er eftir plássi við Birkilund í Varmahlíð svo og á Sauðárkróki, en þar eru rúmlega 30 börn á biðlista eftir leikskólaplássum. Áætlað að milli 210 og 220 börn verði við leikskólana í Skagafirði þegar starfsemin verður komin á fullt í september
 
  1. Fræðslustjóri lagði fram til kynningar skýrslur um skólahald grunnskólanna skólaárið 2006 – 2007 frá Árskóla, Varmahlíðarskóla og Grunnskólanum Hofsósi. Það eru tilmæli til skólanna  að hafa þessar skýrslun aðgengilegar á heimasíðum sínum.
 
  1. Fræðslustjóri lagði fram til kynningar upplýsingar um væntanlegann nemendafjölda í grunnskólunum næsta skólaár.
Árskóli                       406 börn
Varmahlíðarskóli        133 börn
Hofsósi                        52 börn
Hólum                          24 börn
Sólgörðum                   14 börn
Um er að ræða fækkun í Árskóla um einn bekk, lítilleg fækkun í Varmahlíð, fjölgun á Hofsósi og Sólgörðum en fækkun að Hólum
 
  1. Lagt fram erindi frá skólastjóra Varmahlíðarskóla þar sem farið er fram á heimild fyrir auknum stjórnunarkvóta til skólans. Verði beiðnin samþykkt mun Helga Sjöfn Helgadóttir taka að sér aukna viðveru í skólanum og vera þá staðgengill skólastjóra. Fræðslunefnd samþykkir erindið og vísar því til Byggðaráðs og endurskoðunar fjárhagsáætlunar.
 
  1. Lagt fram erindi frá skólastjóra Árskóla þar sem lagt er fyrir nefndina nýtt skipulag fyrir Árvist. Samkvæmt tillögunni verður ekki sérstakur deildarstjóri í Árvist, heldur heyrir skólavistunin beint undir skólastjóra Árskóla og ýmis verkefni sem deildarstjóri hafði áður færast þangað eða til ritara skólans. Þessar breytingar eiga ekki að fela í sér aukinn kostnað, frekar hitt að um hagræðingu verði að ræða.
 
  1. Lagðar fram tillögur frá Jóni Hilmarssyni skólastjóra grunnskólans Út að austan um skipulag skólastarfsins eftir sameiningu skólanna. Lagt er til að 1. – 7. bekkur verði á Hólum næsta vetur. Er það gert vegna fækkunar nemenda á Hólum og til að styrkja eldri deildina þar. Þetta kemur sér einnig vel fyrir skólann á Hofsósi vegna fjölgunar nemenda þar. Hér er aðeins verið að nýta betur starfskrafta skólans án þess að það leiði til kostnaðarauka. Fræðslunefnd  samþykkir tillögu skólastjóra.
 
  1. Fræðslustjóri fór yfir hvernig starfsmannamálin stæðu í grunnskólunum. Vel hefur gengið að manna skólana og skólastjórar ekki lent í teljandi vandræðum með að ná sér í starfskrafta. Það er ekki mikil hreyfing á kennurum eins og áður var. Réttindahlutfallið er hátt og enn eru nokkrir í réttindanámi sem skila sér fljótlega inn í skólana með full réttindi.
 
  1. Lagt fram erindi frá Tónlistarskóla Akureyrar. Óskað er eftir greiðslu á kostnaðarhluta sveitarfélags vegna nemenda sem skráðir eru í tónlistarnám við skólann og eiga lögheimili í Sveitarfélaginu Skagafirði. Fræðslunefnd hafnar erindinu. Nefndin leggur áherslu á mikilvægi þess að ríki og sveitarfélög nái samkomulagi um greiðslu kostnaðar framhaldsskólanema sem stunda tónlistarnám utan lögheimilissveitarfélags.
 
 
Upplesið og staðfest rétt bókað. Fleira ekki gert, formlegum fundi slitið kl. 17.25