Fræðslunefnd

23. fundur 30. maí 2007
TFræðslunefnd SkagafjarðarT
Fundur 23 – 30.05. 2007


Ár 2007, miðvikudaginn 30. maí kom Fræðslunefnd saman til fundar í Safnahúsinu kl. 15:00.
Mætt: Sigurður Árnason, Helgi Thorarensen og Sigríður Svavarsdóttir. Fundinn sátu einnig sérkennsluráðgjafi Fjölskylduþjónustunnar Þóra Björk Jónsdóttir, fræðslustjóri Rúnar Vífilsson og Jón Hilmarsson skólastjóri.

Dagskrá:
  1. Skólastefna – vinnufundur
 
Afgreiðsla:
  1. Fjallað um helstu leiðir nefndarinnar til að setja markmið í skólastefnuna.  Ákveðið að tengja markmiðin stefnuvísunum þ.e. nám og kennsla, starfsumhverfi og samskipti. Ákveðið að á næsta vinnufundi nefndarinnar mánudaginn 11. júní verði gengið frá uppkasti að markmiðunum sem verði sameiginleg fyrir öll skólastigin. Leiðirnar verði síðan mismunandi eftir skólastigum og skólagerðum
 
Upplesið og staðfest rétt bókað. Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 16:30.