Fræðslunefnd

22. fundur 18. maí 2007
TFræðslunefnd SkagafjarðarT
Fundur 22 - 18.05. 2007

Ár 2007, föstudaginn 18. maí kom Fræðslunefnd saman til fundar í Ráðhúsinu á Sauðárkróki kl.14:00. Mættir: Sigurður Árnason, Sigríður Svavarsdóttir og Gréta Sjöfn Guðmundsdóttir. Fundinn sátu einnig sérkennsluráðgjafi Fjölskylduþjónustunnar Þóra Björk Jónsdóttir, fræðslufulltrúi Rúnar Vífilsson og Jón Hilmarsson skólastjóri.

 
Dagskrá:
  1. Skólastefna – vinnufundur

Afgreiðsla:

  1. Farið yfir athugasemdir sem borist höfðu um drög að skólastefnu sem send var til umsagnar, er snéru að hlutverki, framtíðarsýn og stefnu. Jón fór yfir þær  athugasemdir sem borist höfðu en þær voru fáar. Rætt um framhaldið og Jóni falið að koma með drög að markmiðum og leiðum fyrir næsta fund.

Upplesið og staðfest rétt bókað. Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 14:40.