Fræðslunefnd

13. fundur 26. janúar 2007
Fræðslunefnd Skagafjarðar
Fundur 13 - 26.01. 2007
 
Ár 2007, föstudaginn 26. janúar kom Fræðslunefnd saman til fundar í Ráðhúsinu kl. 15:00. Mættir: Sigurður Árnason, Helgi Thorarensen og Sigríður Svavarsdóttir. Fundinn sátu einnig áheyrnarfulltrúar grunnskólanna  Sigrún Benediktsdóttir og Konráð Gíslason fyrir hönd kennara og Jóhann Bjarnason fyrir hönd skólastjóra. Rúnar Vífilsson fræðslu- og íþróttafulltrúi sat einnig fundinn og ritar fundargerð. Hallfríður Sverrisdóttir skólastjóri sat fundinn undir lið 1 og Jón Hilmarsson skólastjóri kom á fundinn undir lið 6 - c til að ræða vinnu við gerð skólastefnu.
 
Dagskrá:
Grunnskólamál
1.      Erindi frá Árskóla varðandi mötuneytismál
2.      Bréf frá Barnaverndarnefnd dags. 10. jan 2007
3.      Erindi frá Byggðaráði dags. 9. jan 2007
4.      Námskeið fyrir kjörna fulltrúa í fræðslunefndum
5.      Vefrit Menntamálaráðuneytisins vegna breytinga á grunnskólalögum
6.      Önnur mál.
 
Afgreiðslur:
1.      Lagðar fram tillögur frá Árskóla um mötuneytismál í skólanum. Skólastjóri Árskóla kynnti hugmyndirnar. Skólastjóra og fræðslufulltrúa falið að vinna rekstraráætlun fyrir tillöguna. Hallfríður vék af fundi.
2.      Lagt fram bréf frá Barnaverndarnefnd Skagafjarðar dagsett 10 janúar s.l. undirritað af Gunnari M. Sandholt sviðsstjóra. Í bréfinu er verið að kynna nýjar verklagsreglur um tilkynningaskyldu starfsmanna skóla til barnaverndarnefnda. Farið er fram á að þessar verklagsreglur verði kynntar öllum starfsmönnum skólanna. Sviðsstjóra og fræðslufulltrúa falið að skipuleggja kynninguna.
3.      Lögð fram styrkumsókn sem Byggðaráð vísaði til Fræðslunefndar 9. janúar 2007. Sótt var um styrk vegna útgáfu á fræðibók um dyslexíu. Fræðslunefnd samþykkir að styrkja útgáfuna um 100 þúsund og verði hún tekin af lið 04090-02020 gegn því að eitt eintak af bókinni fari í hvern grunnskóla.
4.      Kynnt erindi frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga þar sem auglýst er námskeið fyrir kjörna fulltrúa í nefndum sveitarfélaga sem fara með skólamál. Námskeið fyrir fræðslunefnd fer fram á Akureyri föstudaginn 9. mars.
5.      Lögð fram útprentun af vefriti menntamálaráðuneytisins þar sem m.a. er kynnt breyting á grunnskólalögum nr. 66/1995. Lagabreytingin var samþykkt á Alþingi síðastliðið vor og kom til framkvæmda nú 1. janúar 2007.
6.      Önnur mál.
a)        Lögð fram til kynningar skýrsla menntamálaráðherra til Alþingis um framkvæmd skólahalds í grunnskólum skólaárin 2001/2002, 2002/2003 og 2003/2004.
b)       Lagt fram bréf frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga um norræna skólamáa-ráðstefnu sem haldin verður 10. og 11. maí n.k. á Hótel Nordica.
c)        Jón Hilmarsson skólastjóri kom inn á fundinn til að ræða við nefndina um næstu skref í vinnunni við skólastefnuna.
 
Upplesið og staðfest rétt bókað. Fleira ekki gert, formlegum fundi slitið kl. 16.05.