Fræðslunefnd

12. fundur 11. desember 2006
Fræðslunefnd Skagafjarðar
Fundur 12 - 11.12. 2006
 
Ár 2006, mánudaginn 11. desember kom Fræðslunefnd saman til fundar í Ráðhúsinu kl. 16:00. Mættir: Sigurður Árnason, Helgi Thorarensen og María Lóa Friðjónsdóttir. Fundinn sátu áheyrnarfulltrúar grunnskólanna undir lið 3 og 4, Sigrún Benediktsdóttir fyrir hönd kennara og Jóhann Bjarnason fyrir hönd skólastjóra. Einnig sátu fundinn áheyrnarfulltrúi leikskólastjóra Kristrún Ragnarsdóttir auk áheyrnarfulltrúa starfsmanna Dagbjartar Rósar Hermannsdóttur undir lið 1 og 2. Þá sat fundinn Sveinn Sigurbjörnsson skólastjóri Tónlistarskólans undir 5. og 6. lið. Rúnar Vífilsson fræðslu- og íþróttafulltrúi sat og fundinn og ritar fundargerð.
 
Dagskrá:
Leikskólamál
1.      Fjárhagsáætlun leikskóla 2007 til seinni umræðu
2.      Glaðheimar - matarmál
Leikskólamál
3.      Fjárhagsáætlun grunnskóla 2007 til seinni umræðu
4.      Gjaldskrá Árvistar
Tónlistarskóli
5.      Fjárhagsáætlun Tónlistarskóla 2007 til seinni umræðu
6.      Gjaldskrá Tónlistarskólans
Önnur mál:
7.      Fjárhagsáætlun 2007 – aðrir liðir
8.      Önnur mál
 
Afgreiðslur:
1.      Lögð fram fjárhagsáætlun 2007 fyrir leikskóla sveitarfélagsins sem fór til fyrri umræðu í sveitarstjórn. Niðurstöðutala er 160.169 þús. kr. Fræðslunefnd samþykkir að vísa áætluninni óbreyttri til síðari umræðu.
2.      Lagt fram uppkast að verðkönnun vegna hádegismatar í leikskólanum Glaðheimum. Fræðslufulltrúa falið að framkvæma könnunina í samráði við sveitarstjóra.
3.      Lögð fram fjárhagsáætlun 2007 fyrir grunnskóla sveitarfélagsins sem fór til fyrri umræðu í sveitarstjórn. Niðurstöðutala er 646.288 þús. kr. Fræðslunefnd samþykkir að vísa áætluninni óbreyttri til síðari umræðu.
4.      Lagðar fram upplýsingar um gjaldskrármál Árvistar frá upphafi rekstrar og fram til dagsins í dag. Fræðslunefnd samþykkir að vistunargjaldið verði 170 krónur klukkustundin frá 1. febrúar. Síðdegishressingin verði 68 krónur og hádegismatur 183 krónur. Gjaldskrárbreytingunni vísað til byggðaráðs.
5.      Lögð fram fjárhagsáætlun 2007 fyrir Tónlistarskólann sem fór til fyrri umræðu í sveitarstjórn. Niðurstöðutala er 48.000 þús. kr. Fræðslunefnd samþykkir að vísa áætluninni óbreyttri til síðari umræðu.
6.      Lögð fram samantekt skólastjóra á breytingum á gjaldskrá undanfarinna ára.
7.      Lögð fram fjárhagsáætlun 2007 – aðrir liðir, sem fór til fyrri umræðu í sveitarstjórn. Niðurstöðutala er 48.576 þús. kr. Fræðslunefnd samþykkir að vísa áætluninni óbreyttri til síðari umræðu.
8.      Önnur mál. Engin önnur mál
 
Upplesið og staðfest rétt bókað. Fleira ekki gert, formlegum fundi slitið kl. 17.35.