Fræðslunefnd

11. fundur 23. nóvember 2006
Fræðslunefnd Skagafjarðar
Fundur 11 - 23.11. 2006
 
Ár 2006, fimmtudaginn 23. nóvember kom Fræðslunefnd saman til fundar í Ráðhúsinu kl. 16:00. Mættir: Sigurður Árnason, Helgi Thorarensen og María Lóa Friðjónsdóttir. Fundinn sátu  áheyrnarfulltrúar grunnskólanna undir lið 1, Konráð Gíslason og Jóhann Bjarnason fyrir hönd skólastjóra. Einnig sátu fundinn áheyrnarfulltrúi leikskólastjóra Kristrún Ragnarsdóttir auk áheyrnarfulltrúa starfsmanna Dagbjartar Rósar Hermundsdóttur undir lið 2 og 3. Þá sat fundinn Sveinn Sigurbjörnsson skólastjóri Tónlistarskólans undir 4 lið. María Lóa Friðjónsdóttir ritar fundargerð
 
Dagskrá:
Grunnskólamál
1.      Fjárhagsáætlun vegna ársins 2007
 
Leikskólamál
2.      Fjárhagsáætlun vegna ársins 2007
3.      Opnunartími leikskóla, erindi frá Byggðaráði
 
Tónlistarskóli
4.      Fjárhagsáætlun vegna ársins 2007
 
Önnur mál:
5.      Fjárhagsáætlun vegna ársins 2007 – aðrir liðir
 
Afgreiðslur:
1.      Lögð fram fyrstu drög að fjárhagsáætlun 2007 fyrir grunnskóla sveitarfélagsins sem forstöðumenn höfðu unnið. Einnig fylgdi með áætlun 2006 svo og staðan eftir 10 mánaða rekstur. Niðurstöðutala til fyrstu umræðu er 689.788 þús. kr.
2.      Lögð fram fyrstu drög að fjárhagsáætlun 2007 fyrir leikskóla sveitarfélagsins sem unnin var af leikskólastjórunum. Einnig fylgdi með áætlun síðasta árs og staðan eftir 10 mánaða rekstur. Niðurstöðutala til fyrstu umræðu er 162.537 þús. kr.
3.      Á fundi Byggðaráðs 17. október sl. var eftirfarandi bókað undir 6. lið – Könnun meðal foreldra leikskólabarna – Mál nr. SV060517.     “Lögð fram niðurstaða könnunar fræðslunefndar á því hvort þörf væri á að leikskólar hæfu starfsemi fyrr á morgnana en nú er. Byggðaráð samþykkir að fela fræðslunefnd að útvíkka könnunina og leita álits helstu atvinnurekenda í Skagafirði á hagsmunum þeirra ef opnunartíma leikskólanna yrði flýtt og fá fram hugsanlegan fjölda starfsmanna sem myndu nýta sér þjónustuna og hvort það hefði áhrif á mannaráðningar.”  Fulltrúi leikskólastjóra lagði fram lista yfir stærstu atvinnurekendurna sem hafa þarf samband við.
Fræðslunefnd samþykkir að fela fræðslufulltrúa að framkvæma ofangreinda könnun hjá helstu atvinnurekendum í Skagafirði.
4.      Lögð fram fyrstu drög að fjárhagsáætlun 2007 fyrir Tónlistarskóla Skagafjarðar sem skólastjóri hafði unnið. Einnig fylgdi með áætlun 2006 svo og staðan eftir 10 mánaða rekstur. Niðurstöðutala til fyrstu umræðu er 59.843 þús. kr.
5.      Lögð fram áætlun annarra liða fræðslumála. Niðurstöðutala til fyrstu umræðu er 44.441 þús. kr.
 
Upplesið og staðfest rétt bókað. Fleira ekki gert, formlegum fundi slitið kl. 17.45.