Fræðslunefnd

9. fundur 30. október 2006
 
Fræðslunefnd Skagafjarðar
Fundur 9 - 30.10. 2006
 
Ár 2006, mánudaginn 30. október kom Fræðslunefnd saman til fundar í Ráðhúsinu kl. 15:00.
Mættir: Sigurður Árnason og Helgi Thorarensen. Gunnar Sandholt sviðsstjóri og Rúnar Vífilsson, fræðslu- og íþróttafulltrúi sem ritaði fundargerð.
 
Dagskrá:
1.      Fjármál fræðslumála skoðuð
2.      Framkvæmdir leikskólamála á Sauðárkróki
3.      Framkvæmdir við Árskóla
4.      Framkvæmdir við leik- og grunnskóla að Hólum
 
Afgreiðslur:
1.      Farið yfir stöðu einstakra stofnana fræðslumála eftir 9 mánuði. Nefndin stefnir að því að halda fund um fjárhagsáætlun föstudaginn 10. nóvember. Sviðsstjóra falið að fá fyrstu drög frá forstöðumönnum í síðasta lagi fyrir miðvikudaginn 8. nóvember.
2.      Fræðslufulltrúi gerði grein fyrir gögnum um fjölda leikskólaplássa sem þörf er á við uppbyggingu leikskóla á Sauðárkróki.
3.      Kynnt fyrstu drög að endurskoðaðri  húsrýmisáætlun fyrir Árskóla.
4.      Lagðar fram hugmyndir í framhaldi af fundi Fræðslunefndar að Hólum. Fræðslufulltrúa falið að láta kostnaðarmeta þessar hugmyndir.
 
 Fleira ekki gert, formlegum fundi slitið kl. 16.35.