Fræðslunefnd

8. fundur 11. október 2006
Fræðslunefnd Skagafjarðar
Fundur 8 - 11.10. 2006
 
Ár 2006, miðvikudaginn 11. október kom Fræðslunefnd saman til fundar í Ráðhúsinu kl. 16:00.
Mættir: Sigurður Árnason, Gréta Sjöfn Guðmundsdóttir og María Lóa Friðjónsdóttir. Einnig sátu fundinn áheyrnarfulltrúi skólastjóra leikskólanna Kristrún Ragnarsdóttir auk áheyrnar-fulltrúa starfsmanna Dagbjartar Rósar Hermundsdóttur og Sara Gísladóttir fulltrúa foreldra.  Rúnar Vífilsson, fræðslu- og íþróttafulltrúi sat einnig fundinn og ritaði fundargerð.
 
Dagskrá:
Leikskólamál:
1.      Opnunartími leikskóla – niðurstaða könnunar
2.      Umgengni á lóð leikskólans Glaðheima utan opnunartíma
3.      Heimsókn í leikskólann Furukot
 
 
Afgreiðslur:
1.      Lögð fram niðurstaða könnunar sem leikskólastjórar höfðu látið gera á flýtingu opnunartíma leikskólanna í Skagafirði. Tillaga sem samþykkt var á fundi Sveitarstjórnar Sveitarfélagsins Skagafjarðar 7. september s.l. Þar felur Sveitarstjórn Fræðslunefnd að framkvæma könnun meðal foreldra leikskólabarna, í samráði við leikskólastjóra, hvort þörf sé á að leikskólar hefji starfsemi fyrr á daginn en nú er. Jafnframt verði kannað hver kostnaðaráhrif gætu orðið vegna breytinganna. Niðurstaðan þarf að liggja fyrir eigi síðar en 15. október. Einnig var lögð fram greinargerð leikskólastjóranna vegna þessarar könnunar og niðurstaðna hennar. Fræðslufulltrúa lagði fram grófa kostnaðaráætlun á hvað það kostaði sveitarfélagið að flýta opnun leikskólanna. Einnig var tekið saman hvaða tekjur myndu hafast upp í þann kostnað. Formanni og fræðslufulltrúa falið að skila niðurstöðum til Sveitar-stjórnar.
 
2.      Tekið fyrir erindi frá skólastjóra leikskólans Glaðheima þar sem vakin er athygli á slæmri umgengni unglinga á skólalóðinni eftir að leikskólinn sjálfur lokar. Skólastjórinn viðrar í bréfinu leiðir til úrbóta. Fræðslufulltrúa falið að senda erindi til stjórnar Eignasjóðs og Félags- og tómstundanefndar.
 
3.      Fræðslunefnd fer í heimsókn á leikskólann Furukot kl: 16.35 þar sem skólastjórinn Kristrún Ragnarsdóttir sýnir nefndinni húsið og lóðina.
 
Upplesið og staðfest rétt bókað. Fleira ekki gert, formlegum fundi slitið kl. 16.35.