Fræðslunefnd

6. fundur 27. september 2006
Fræðslunefnd Skagafjarðar
Fundur 6 - 27.09. 2006
 
Ár 2006, miðvikudaginn 27. september kom Fræðslunefnd saman til fundar í Ráðhúsinu kl. 16:00.
Mættir: Sigurður Árnason, Helgi Thorarensen og María Lóa Friðjónsdóttir. Einnig sátu fundinn undir liðum um grunnskólamál áheyrnarfulltrúi skólastjóra Jóhann Bjarnason, áheyrnarfulltrúar kennara Sigrún Benediktsdóttir og Konráð Gíslason. Undir lið 4 komu inn á fundinn Jón Hilmarsson skólastjóri Grunnskólans Hofsósi.  Rúnar Vífilsson, fræðslu- og íþróttafulltrúi sat einnig fundinn og ritaði fundargerð.
 
Dagskrá:
Grunnskólamál:
1.      Málefni Árvistar
2.      Erindi frá Árskóla og félagsmiðstöðinni Friði
3.      Önnur mál.
 
Skólamál - almennt:
4.   Skólastefna
5.   Jafnréttisáætlun – erindi frá Félags- og tómstundanefnd.
 
Afgreiðslur:
1.      Lögð fram greinargerð frá forstöðumanni Árvistar. Þar kemur fram að við breytingar á íþróttaskólanum og það að Árvist hefur tekið að sér umsjón með hreyfingu 1. til 3. bekkjar þá hefur fjölgað verulega í hópi nemenda. Tekjur hafa einnig hækkað umtalsvert. Gera má ráð fyrir að þær hækki um 250 til 300 þúsund á mánuði. Þá er enn óskipt síðustu greiðslu til íþróttaskólans og ekki frágengið hvernig þeim peningum verður deilt út. Fræðslunefnd samþykkir nýja stöðu upp á 50 #PR, aukningu á einum starfsmanni um 10 #PR og aðstoð í eldhúsi um 1 tíma á dag. Þessi kostnaður á allur að dekkast af þeirri tekjuaukningu sem er í Árvist í dag.
 
2.      Bréf frá Hallfríði Sverrisdóttur skólastjóra Árskóla og Maríu Björk Ingvadóttur sem fjallar um húsnæði Friðar í Árskóla. Erindi bréfsins er í tvennu lagi. Annarsvegar eru það upplýsingar um hvaða breytingar Árskóli og Friður hyggist leggjast í til að gera húsnæði Friðar aðgengilegra. Hinsvegar er það svo ábending um hvernig megi nýta það svæði til að leysa matarmál nemenda Árskóla að einhverju leyti. Fræðslunefnd samþykkir framkvæmdirnar fyrir sitt leyti, en frestar ákvörðun um matarmálin
 
3.      Lagt fram bréf frá Bæjarstjóranum á Blönduósi. Bréfið fjallar um hvort sveitarfélög sem eiga nemendur í Grunnskólanum á Blönduósi ætli að taka þátt í að niðurgreiða skólamáltíðir og skóladagheimili. Fræðslunefnd hafnar því að greiða niður skólamáltíðir og skóladagheimili. Fræðslufulltrúa falið að svara erindinu.
 
4.      Farið var yfir spurningalista sem leggja á fyrir kennara allra skólanna í Skagafirði.
 
5.      Lögð voru fram drög að jafnréttisáætlun, erindi frá Félags og tómstundanefnd. Fræðslunefnd lýsir yfir ánægju sinni með þessa áætlun og gerir ekki athugasemd.
 
Upplesið og staðfest rétt bókað. Fleira ekki gert, fundi slitið kl. 17.28.