Fræðslunefnd

5. fundur 20. september 2006
 
Fræðslunefnd Skagafjarðar
Fundur 5 - 20.09. 2006
 
Ár 2006, miðvikudaginn 20. september kom Fræðslunefnd saman til fundar í Ráðhúsinu kl. 16:00.
Mættir: Sigurður Árnason, Helgi Thorarensen og María Lóa Friðjónsdóttir. Einnig sátu fundinn undir liðum um leikskólamál skólastjórar leikskólanna Furukots, Kristrún Ragnarsdóttir og Tröllaborgar, Anna Stefánsdóttir auk áheyrnarfulltrúa starfsmanna Dagbjartar Rósar Hermundsdóttur og Guðrúnar Margrétar Sigurðardóttur fulltrúa foreldra. Undir lið 3 og 4 komu inn á fundinn Jón Hilmarsson skólastjóri Grunnskólans Hofsósi og Þóra Björk Jónsdóttir sérkennslufulltrúi Fjölskylduþjónustunnar.  Rúnar Vífilsson, fræðslu- og íþróttafulltrúi sat einnig fundinn og ritaði fundargerð.
 
Dagskrá:
Leikskólamál:
1.      Opnunartími leikskóla – tillaga frá sveitarstjórn
2.      Viðræður við skólastjóra Tröllaborgar
 
Skólamál - almennt:
3.   Sáttmáli til sóknar í skólum í Skagafirði
4.   Skólastefna
5.   Framkvæmdir í skólamálum.
 
Afgreiðslur:
1.      Lögð fram tillaga sem samþykkt var á fundi Sveitarstjórnar Sveitarfélagsins Skagafjarðar 7. september s.l. Þar felur Sveitarstjórn Fræðslunefnd að framkvæma könnun meðal foreldra leikskólabarna, í samráði við leikskólastjóra, hvort þörf sé á að leikskólar hefji starfsemi fyrr á daginn en nú er. Jafnframt verði kannað hver kostnaðaráhrif gætu orðið vegna breytinganna. Niðurstaðan þarf að liggja fyrir eigi síðar en 15. október. Fræðslufulltrúa í samráði við leikskólastjóra falið að kanna vilja foreldra.
 
2.      Skólastjóri leikskólans Tröllaborgar gerði grein fyrir starfsemi síns skóla.
 
3.      Fræðslunefnd fagnar undirritun þessa merka sáttmála til sóknar í skólum í Skagafirði. Fram kom að Sveitarfélagið mun tilnefna fulltrúa sinn á sveitarstjórnarfundi á morgun og fram kom hjá Jóni Hilmarssyni að skólastjórar hefðu valið Pál Dagbjartsson sem sinn fulltrúa og Hallfríði Sverrisdóttur til vara.
 
4.      Jón gerði grein fyrir þeirri vinnu sem væri í gangi við gerð skólastefnu fyrir Sveitarfélagið Skagafjörð.
 
5.      Fræðslunefnd ræddi þau atriði sem komið hafa fram hjá skólastjórum leik-, grunn-, og tónlistarskóla í Skagafirði á upplýsingafundum undanfarið. Einkum var rætt um hvaða framkvæmdir væru nauðsynlegar á allra næstu misserum.
 
Upplesið og staðfest rétt bókað. Fleira ekki gert, fundi slitið kl. 17.58.