Fræðslunefnd

64. fundur 14. desember 2010 kl. 16:00 - 18:00 í Ráðhúsi, Skr.
Nefndarmenn
 • Bjarki Tryggvason formaður
 • Jenný Inga Eiðsdóttir varaform.
 • Sigríður Svavarsdóttir ritari
 • Sigríður Garðarsdóttir fulltrúi Akrahrepps
 • Þorsteinn Tómas Broddason varam. áheyrnarftr.
 • Herdís Á. Sæmundardóttir fræðslustjóri
 • Anna Jóna Guðmundsdóttir leikskólastjóri
 • Jón Rúnar Hilmarsson grunnskólastjóri
 • Sveinn Sigurbjörnsson skólastjóri
 • Konráð Gíslason áheyrnarftr. grunnsk.kennara
 • Kolbrún María Sæmundsdóttir áheyrnarftr. foreldra grunnsk.barna
Fundargerð ritaði: Herdís Á Sæmundardóttir fræðslustjóri
Dagskrá
Áheyrnarfulltrúar leikskóla viku af fundi eftir afgreiðslu 1.-3. liðar
Áheyrnarfulltrúar grunnskóla viku af fundi eftir afgreiðslu 4.-7. liðar
Áheyrnarfulltrúi tónlistarskóla vék af fundi eftir afgreiðslu 8. liðar

1.Umsókn um að fá að ráða sérkennslufulltrúa við Ársali í 75% starf í fæðingarorlofi fasts starfsmanns

1012044

Fræðslunefnd leggur til að 100% staða verkefnisstjóra námsaðlögunar verði minnkuð í 75% á meðan fastráðinn starfsmaður verður í barnseignarleyfi sem hefst frá og með janúarlokum. Sigríður Svavarsdóttir óskar bókað að hún sitji hjá við afgreiðsluna.

2.Hækkun gjaldskrár fæðis í leikskólum Skagafjarðar

1012038

Með vísan í samþykkt byggðarráðs, frá 9. þ.m. um hækkun fæðisgjalda í leikskólum um 10% að jafnaði er ný gjaldskrá lögð fram. Gjaldskráin tekur gildi þann 1. janúar n.k.

3.Fjárhagsáætlun leikskóla fyrir árið 2011

1011132

Fjárhagsáætlun leikskólanna lögð fram til seinni umræðu. Nettó rekstrarútgjöld leikskólanna eru kr. 292.098.000. Fræðslunefnd samþykkir áætlunina fyrir sitt leyti og vísar henni til byggðarráðs.

Þorsteinn T. Broddason leggur fram eftirfarandi bókun: Samfylkingin vill að í fjárhagsáætlun verði grunnþjónusta varin þrátt fyrir minni tekjur og aukinn kostnað. Sveitarfélagið gegnir afar mikilvægu hlutverki í nærþjónustu á sviði fræðslu og velferðarmála, sem þarf að njóta forgangs ásamt öðrum lögbundum verkefnum. Meirihlutinn hefur ekki sýnt pólitíska forystu með stefnumótun og forgangsröðun. Þess vegna er gerð fjárhagsáætlunar ómarkviss.

Sigríður Svavarsdóttir óskar bókað að hún sitji hjá við afgreiðslu fjárhagsáætlunar.

Jenný Inga Eiðsdóttir óskar bókað að leitast hafi verið við að hagræða án þess að hækka leikskólagjöld.

4.Hækkun gjaldskrár fæðis í grunnskólum Skagafjarðar

1012039

Með vísan í samþykkt byggðarráðs, frá 9. þ.m. um hækkun fæðisgjalda í grunnskólum um 10% að jafnaði er ný gjaldskrá lögð fram. Gjaldskráin tekur gildi þann 1. janúar n.k.

5.Hækkun gjaldskrár fæðis í heilsdagsskólum (skóladagheimilum)við grunnskóla Skagafjarðar

1012041

Með vísan í samþykkt byggðarráðs, frá 9. þ.m. um hækkun fæðisgjalda í heilsdagsskólum (skóladagheimilum) um 10% að jafnaði er ný gjaldskrá lögð fram. Gjaldskráin tekur gildi þann 1. janúar n.k.

6.Hækkun gjaldskrár í skólabíl á Sauðárkróki

1012042

Fræðslunefnd ítrekar samþykkt sína frá 17. nóvember s.l. um hækkun gjaldskrár í skólabíl á Sauðárkróki úr 25 krónum í 50 krónur. Fræðslunefnd bendir jafnframt á ákvæði í 1. grein samnings um skólaakstur í Skagafirði sem gerður var í desember 2008 við skólabílstjóra og er svohljóðandi:

,,Aðilar eru sammála um að framlengja samninginn til 5 ára, frá 1. september 2008 31. maí 2013. Samningurinn er óuppsegjanlegur fyrstu 2 ár samningstímabilsins en að loknum þeim tíma er hann uppsegjanlegur af beggja hálfu og skal þá uppsögnin fara fram í desember með gildistöku við lok líðandi skólaárs árið á eftir eða 31. maí hvert ár.

Fræðslunefnd telur mikilvægt að fyrirkomulag skólaaksturs í Skagafirði sé rætt heildstætt á vettvangi byggðarráðs með tilliti til þess hvort segja eigi einstökum eða öllum samningum við skólabílstjóra upp sbr. ákvæðið hér að ofan. Íhuga þarf vandlega hvort uppsögn samninga og gerð nýrra leiði til hagstæðari niðurstaðna. Jafnframt beinir fræðslunefnd málinu til umfjöllunar í skólaráði Árskóla í samræmi við 8. grein laga um grunnskóla.

7.Fjárhagsáætlun grunnskóla fyrir árið 2011

1011133

Fjárhagsáætlun grunnskólanna og heilsdagsskóla lögð fram til seinni umræðu. Nettó rekstrarútgjöld grunnskólanna eru kr. 909.005.000. Fræðslunefnd samþykkir áætlunina fyrir sitt leyti og vísar henni til byggðarráðs.

Þorsteinn T. Broddason ítrekar fyrri bókun sína vegna fjárhagsáætlunar fyrir árið 2011.

Sigríður Svavarsdóttir óskar bókað að hún sitji hjá við afgreiðslu fjárhagsáætlunar.

8.Fjárhagsáætlun tónlistarskóla fyrir árið 2011

1011134

Fjárhagsáætlun tónlistarskóla lögð fram til seinni umræðu. Nettó rekstrarútgjöld tónlistarskólans eru kr. 57.808.000. Fræðslunefnd samþykkir áætlunina fyrir sitt leyti og vísar henni til byggðarráðs.

Þorsteinn T. Broddason ítrekar fyrri bókun sína vegna fjárhagsáætlunar fyrir árið 2011.

Sigríður Svavarsdóttir óskar bókað að hún sitji hjá við afgreiðslu fjárhagsáætlunar.

9.Fjárhagsáætlun fræðsluþjónustu fyrir árið 2011

1011135

Fjárhagsáætlun annarra stofnana fræðslumála lögð fram til seinni umræðu. Nettó rekstrarútgjöld annarra stofnana eru kr. 63.668.000. Fræðslunefnd samþykkir áætlunina fyrir sitt leyti og vísar henni til byggðarráðs.

Þorsteinn T. Broddason ítrekar fyrri bókun sína vegna fjárhagsáætlunar fyrir árið 2011.

Sigríður Svavarsdóttir óskar bókað að hún sitji hjá við afgreiðslu fjárhagsáætlunar.

10.Leiðbeiningar og viðmið fyrir sveitarfélög í tengslum við innra mat grunnskóla

1011137

Leiðbeiningar og viðmið fyrir innra mat lagt fram til kynningar

11.Yfrlit yfir skyldur og ábyrgð skólanefnda

1011136

Yfirlit yfir skyldur og ábyrgð skólanefnda lagt fram til kynningar

Fundi slitið - kl. 18:00.