Fræðslu- og menningarnefnd

52. fundur 27. október 2005 kl. 16:00 - 17:40 Í Ráðhúsinu

Ár 2005, fimmtudaginn 27. október, kom Fræðslu- og menningarnefnd saman til fundar í Ráðhúsinu kl. 16:00.
Mætt: Gísli Árnason, Sigurður Árnason og Gísli Sigurðsson.. Einnig Gunnar Sandholt sviðsstjóri Fjölskyldu- og þjónustsviðs og Rúnar Vífilsson fræðslu- og íþróttafulltrúi sem ritaði fundargerð. Einnig sat fundinn Jón Hilmarsson áheyrnarfulltrúi skólastjóra.  Undir lið 5 sátu Sigríður Sigurðardóttir safnstjóri og Áskell Heiðar Ásgeirsson sviðsstjóri Markaðs- og þróunarsviðs.

Dagskrá:                   

Grunnskólamál:

 1. Erindi frá Atvinnu- og ferðamálanefnd - viðhorfskönnun.
 2. Akstur á fræðslusviði.
 3. Tónlistarkennsla yngri bekkja grunnskólans.
 4. Önnur mál
  a) Kynnt erindi frá umsjónarmanni tölvumála í Varmahlíðarskóla
  b) Ósk um vistun í Árvist fyrir nem. í fjórða bekk.
  c)  Erindi frá foreldrum grunnskólabarna að Hólum

Menningarmál:

 1. Varðveisla og viðhald handverks varðandi torf- og grjóthleðslu
 2. Önnur mál

Afgreiðslur.

 1. Lagt fram að nýju erindið frá Atvinnu og ferðamálanefnd þar sem rætt er um að kaupa viðhorfakönnun sem lögð verður fyrir íbúa sveitarfélagsins. Nefndin samþykkir að taka þátt í viðhorfakönnuninni.
 2. Rætt um hvort hagkvæmt sé að taka bíla á rekstrarleigu og koma þeim fyrir á ákveðnum stöðum í sveitarfélaginu. Þeir munu nýtast grunnskólunum, leikskólunum og Tónlistarskólanum. Þá er einnig hugsanlegt að samnýta þá með öðrum stofnunum sveitarfélagsins, einkum yfir sumarmánuðina. Nefndin leggur til við Byggðarráð að þessi leið verði farin.
 3. Rætt um tónlistarkennslu yngri bekkja grunnskólans og aðkomu Tónlistarskólans að henni. Sviðsstjóra og fræðslufulltrúa falið að skoða málið nánar í samráði við skólastjóra viðkomandi skóla.
 4. Önnur mál
  a) Lagt fram bréf frá umsjónarmanni tölvumála í Varmahlíðarskóla vegna nettengingar skólans og þjónustu fjölnetsins. Einnig lagt fram svar frá Fjölneti. Lagt fram til kynningar.
  b) Lagt fram bréf frá forstöðuþroskaþjálfa sérdeildar Árskóla og verkefnisstjóra Fjölskyldusviðs þar sem farið er fram á undanþágu fyrir 4. bekkjar nemanda svo hann komist í Árvist næsta skólaár, 2006-2007. Nefndin samþykkir erindið. Í bréfinu er einnig bent á nauðsyn þess að koma upp lyftubúnaði í húsnæði Árskóla. Nefndin óskar eftir því að tæknideild kanni mögulegar lausnir varðandi lyftu- og ferlimál fatlaðra í Árskóla.
  c) Lagt fram erindi frá nokkrum foreldrum barna Grunnskólans að Hólum vegna skólaaksturs. Óskað er eftir því að skólabíll taki börn úr nýju hverfi að Hólum þar sem lýsing og annar frágangur er allur eftir. Fræðslufulltrúa falið að leysa málið í samráði við viðkomandi skólastjóra.
 5. Varðveisla og viðhald handverks varðandi torf- og grjóthleðslu
  Sigríður Sigurðardóttir safnstjóri Byggðasafns Skagfirðinga kom til fundar ásamt Áskeli Heiðari Ásgeirssyni sviðsstjóra Markaðs- og þróunarsviðs.  Rætt var um varðveislu og viðhald handverks varðandi torf- og grjóthleðslu á Íslandi og hvaða leiðir Byggðasafnið hefur til að vinna að því máli í samvinnu við Hólaskóla og fleiri.
 6. Önnur mál
  - Rætt um starfsemi Byggðasafnsins, sem hefur gengið vel á árinu.  Ný safnastefna verður lögð fyrir á næsta fundi.

 

 

Fleira ekki tekið fyrir. Fundi slitið kl. 17:40.