Fræðslu- og menningarnefnd

51. fundur 12. október 2005 kl. 16:00 - 18:07 Í Ráðhúsinu

Ár 2005, miðvikudaginn 12. október, kom Fræðslu- og menningarnefnd saman til fundar í Ráðhúsinu kl. 16:00.

Mættir: Gísli Árnason, Sigurður Árnason og Katrín María Andrésdóttir sem ritaði fundargerð. Einnig Áskell Heiðar Ásgeirsson sviðsstjóri Markaðs- og þróunarsviðs undir lið nr. 3 og 4.

Dagskrá:                   

Menningarmál:

 1. Styrkbeiðni, Tónlistarfélag Skagafjarðar.
 2. Lagt fram erindi frá Dr. Margaret Cormack.
 3. Samningar um menningarmál.
 4. Önnur mál

Afgreiðslur.

 1. Lögð fram styrkbeiðni frá Tónlistarfélagi Skagafjarðar. Nefndin telur sér ekki fært að verða við erindinu.
 2. Lagt fram erindi frá Dr. Margaret Cormack, dags. 20. júlí 2005 þar sem óskað er eftir fjárstuðningi við ráðstefnu sem haldin verður að Hólum í Hjaltadal í lok júní 2006 og ber nafnið Kirkjurnar kortlagðar.  Nefndin telur sér ekki fært að verða við erindinu.
 3. Til fundarins komu forsvarsmenn Karlakórsins Heimis, þeir Páll Dagbjartsson og Stefán Gíslason. Nú vék Gísli Árnason af fundi og sæti hans tók varamaður hans í nefndinni Ólafur Hallgrímsson. Rætt var um samninga um menningarmál og útfærslu gagnvart Karlakórnum Heimi. Fram kom að fulltrúar Karlakórsins hafna gerð menningarsamnings á þeim forsendum sem fyrir liggja. Fræðslu- og menningarnefnd samþykkir að styrkja Karlakórinn Heimi um kr. 300.000,-  úr menningarsjóði á grundvelli þeirrar umsóknar sem fyrir liggur.
 4. Önnur mál
  a)  Sviðsstjóri Markaðs- og þróunarsviðs kynnti erindi frá Atvinnu- og ferðamálanefnd, varðandi aðkomu Fræðslu- og menningarnefndar að þjónustukönnun í sveitarfélaginu. Nefndin tekur jákvætt í erindið, afgreiðslu frestað til næsta fundar.
  b) Borist hefur bréf dags. 30. ágúst 2005, frá Önnu Hróðmarsdóttur. Í bréfinu þakkar hún stuðning við verkefni sem lýtur að glerungsgerð og tilraunum úr íslenskum jarðefnum og sendi sýnishorn af vörum ásamt stuttri lýsingu á framgangi verkefnsins. Nefndin þakkar bréfritara og óskar henni velgengni í framtíðinni.

Fleira ekki tekið fyrir. Fundi slitið kl. 18:07.