Fræðslu- og menningarnefnd

49. fundur 19. ágúst 2005 kl. 16:00 - 17:10 Í Ráðhúsinu

Ár 2005, föstudaginn 19. ágúst kl. kom Fræðslu- og menningarnefnd saman til fundar í Ráðhúsinu kl. 16:00.
Mætt: Gísli Árnason, Sigurður Árnason og Katrín María Andrésdóttir sem ritaði fundargerð. Einnig: Rúnar Vífilsson undir liðum nr. 1 – 3.

Dagskrá:

Skólamál

 1. Beiðni um skólavist
 2. Staða rekstrar 2005
 3. Önnur mál.

Menningarmál

 1. Styrkbeiðni
 2. Staða rekstrar 2005
 3. Önnur mál

Afgreiðslur:

Skólamál

 1. Lögð fram beiðni um breytingu á skólavistun, skv. bréfi dags. 10. ágúst 2005. Fræðslu- og menningarnefnd vísar til áður samþykktra reglna um skólavistun og upptökusvæði skóla. Fræðslu- og íþróttafulltrúa falið að kynna umsækjanda reglurnar. Nefndin leggur áherslu á að ekki falli til aukinn kostnaður á sveitarfélagið vegna skólavistunar milli upptökusvæða.
 2. Lagt fram yfirlit yfir rekstur fræðslumála fyrstu sjö mánuði ársins
 3. Önnur mál
  1. Lagðar fram starfsskýrslur Árskóla, Varmahlíðarskóla, Grunnskólans á Hólum og Sólgarðaskóla, auk sjálfsmatsskýrslu Árskóla.
  2. Rætt um skólaakstur á svæðinu frá Gljúfurá í norðri að Kyrfisá í suðri vegna bréfs sem barst frá foreldrum þann 26. apríl sl. Fræðslu- og íþróttafulltrúa falið að vinna að málinu.          

Menningarmál

 1. Samþykkt að veita Skottu ehf. styrk að upphæð kr. 50.000,- úr menningarsjóði vegna þátttöku í Menningarnótt í Reykjavík, skv. styrkumsókn dags. 3. ágúst 2005.
 2. Lagt fram yfirlit yfir rekstur menningarmála fyrstu sjö mánuði ársins.
 3. Önnur mál engin.

Fleira ekki tekið fyrir. Fundi slitið kl. 17:10